Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 156
154
Ritfrfignir
Skímir
reikning útgefanda, þá tel ég þó meira atriði, að ýmsa málshætti hefði
þurft að skýra í heild — það er gert með suma, en alltof fáa. Ég nefni
sem dæmi: Hjú sem herra, bú sem bóndi (bls. 145) og mest vilja mann-
leysingjar stakka, sem skýrður er í ritgerð Arnheiðar Sigurðardóttur.
Að ýmsu hefi ég fundið í þessari ritfregn, en ég vil taka af öll tví-
mæli um það, að mér finnst mikið til bókarinnar koma og tel hana í
hópi merkari verka, sem út komu á íslandi árið 1966. Eg tel hana eiga
erindi inn á hvert íslenzkt heimili og bæði höfundum og útgefanda til
sóma.
Hins vegar vil ég hnýta því aftan í dóminn, að ég tel, að Handrita-
stofnun íslands ætti, þegar hún fær réttan mann til, að undirbúa útgáfu
á öllum íslenzkum málsháttasöfnum, sem til eru í handritum, og láta
rannsaka samband þeirra. Ég er t. d. öruggur um, að eitthvert samhand
er milli safna Guðmundar Jónssonar og Guðmundar Ólafssonar, en ég
veit ekki, hvernig því er háttað. Þegar slik rannsókn — og slik útgáfa —
hefir verið gerð, verða tslenzkir málshættir þeirra Bjarna Vilhjálmssonar
og Óskars Halldórssonar enn betri.
Halldór Halldórsson.
Þorsteinn Tliorarenscn: í fótspor feðranna. Myndir úr lífi og viS-
horfum þeirra, sem voru uppi um aldamót. Bókaútgáfan Fjölvi. Reykjavik
1966 (391 bls.).
Bók Þorsteins Thorarensens 1 fótspor feðranna vakti mikla athygli við
útkomu, var mikið keypt og lesin og fékk yfirleitt góða dóma. Höfundur-
inn var áður einkum kunnur sem blaðamaður, en ekki sem rithöfundur
um söguleg efni. Á bókina ber að líta sem bók blaðamanns, en ekki sem
rit menntaðs sagnfræðings, þótt auðvitað verði að gera til höfundarins
kröfur um fræðileg vinnubrögð. Það gerist nú mjög títt viða um lönd —
ekki sízt í Englandi og Ameríku — að blaðamenn skrifi um samtímasögu.
Mætti nefna mörg dæmi þess, þótt hér verði ekki gert. Þetta er í sjálfu
sér eðlilegt, því að starfssvið blaðamannsins er saga samtímans, og til
þess að skilja hann réttilega þarf einnig að seilast nokkuð aftur í timann.
Þessar bækur eru ekki, að minnsta kosti sumar hverjar strangfræðilegar,
en í þeim koma þó oft fram viðhorf, sem athyglisverð eru fyrir þá, sem
frá slíku sjónarmiði rita. Blaðamaðurinn leyfir sér oft útúrdúra, sem sagn-
fræðingurinn gerir ekld eða að minnsta kosti setur fram á annan hátt.
Gott dæmi um þetta atriði er fyrsti kafli bókarinnar Heimsókn í höfuS-
staSinn. 1 þessum kafla er lýst baksviði sögunnar, Reykjavík um aldamót.
Kaflinn er skemmtilegur, og hann skýrir margt í siðara efni bókarinnar.
En fræðimaður hefði samið hann á allt annan hátt. Hann hefði haft ná-
kvæmt kort af bænum og umhverfi hans og skýrt kortið með gagnorðum
athugasemdum. Frásögnin hefði ekki orðið eins skemmtileg, en stuttleiki
og nákvæmni orðið meiri. Bókin hefði orðið minna við alþýðuskap, en
fræðilega betri. En þess má geta, að mjög erfitt er að sameina þessi tvö