Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 64
62
John Stanley Martin
Skirnir
að kenna sér íslenzku. Islenzkukennslan var aukin 1944.
Hópur áhugamanna sótti tvo tíma í viku, fyrst i háskólanum,
en síðar á heimili prófessors Lodewyckx í Mont Albert, sem
er útborg við Melbourne. Þessi hópur byrjaði á málfræði
Gordons og kennslubók Sweets, lcelandic Primer, en þegar
menn voru farnir að æfast í lestrinum, var tekið til við kafla
úr íslenzkum fornsögum og eddukvæðum. 1 þessum hópi,
sem hélt saman ár eftir ár, hefir verið farið yfir Sæmundar-
Eddu hvað eftir annað svo og Bandamanna sögu, Heims-
kringlu, Sturlungu, Eyrbyggju og fleiri sögur.
f upphaflega hópnum, sem safnaðist um prófessor Lode-
wyckx 1944, voru dr. Sara Gundersen, fröken Rosa Grun yfir-
kennari og fröken Edith Cameron fyrrverandi ritari stúdenta-
sambandsins við Háskólann í Melbourne. Þær voru kjarni
þess hóps, er síðar kom saman hálfsmánaðarlega á heimili
Lodewyckx-hjóna og tvær hinar síðarnefndu héldu tryggð við
í 21 ár. Síðar bættist prófessor Ian Maxwell í hópinn og varð
fyrirliði hans, er prófessor Lodewyckx féll frá. Sá árangur,
sem „íslenzki“ hópurinn í Melbourne náði eftir það, var ekki
sízt að þakka frú önnu Lodewyckx, sem var sjálf af norrænu
bergi brotin og gerði þennan litla skóla að fastri stofnun með
gestrisni sinni. Á heimili Lodewyckx og í „skólann“ þar var
boðið íslenzkum gestum í Ástralíu, svo sem Vilbergi Júlíus-
syni skólastjóra, Guðna Kárasyni og mörgum öðrum.1) Pró-
fessor Lodewyckx hélt áfram þessum kennslustundum, eftir
að hann lét af embætti. Árið 1954 var ákveðið að hafa sér-
staka kennslu fyrir byrjendur, og voru „bekkirnir" þá orðnir
tveir. Árið 1963 tók fröken Gladys Hird, nýskipaður lektor
(lecturer) í sænsku, við byrjendakennslunni. Þessi lektors-
staða var gjöf Lodewyckx-hjónanna til háskólans, því að það
var þeirra ósk, að áhuginn á norrænum fræðum mætti lifa
áfram. Enn fremur efndu þau hjón til styrkja handa áströlsk-
um stúdentum til náms á íslandi. Til þessa hafa fimm Ástr-
!) 1 bók Vilbergs Júlíussonar, Austur til Ástralíu (Reykjavík 1955),
bls. 193—199, er ágætur kafli um kynni hans af heimili prófessors Lode-
wyckx og Islandsvinum í Ástralíu.