Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 138
136
Ölafía Einarsdóttir
Skímir
því, að miðað væri við jólanætur. Þessi skilningur á aldurs-
hugmyndinni leiðir sem fyrr til þeirrar niðurstöðu, að kristni-
takan hafi átt sér stað árið 999.
En ef frásögn Ara af aldri Halls væri í þess stað túlkuð
þannig, að átt væri við þá heilu vetur, sem Hallur hefur lif-
að, liti dæmið þannig út: 94. og síðasta vetri Halls laulc um
það bil um miðjan apríl 1089. Án þess að fara út í það auka-
atriði, hvenær árs Hallur sé fæddur, er af þessu óhætt að
álykta, að Hallur hafi lifað sinn þriðja vetur í apríl 998, þ. e.
91 ári fyrir ofangreindan tíma. Þannig var Hallur þriggja
vetra á tímabilinu frá miðjum apríl 998 til miðs apríl 999,
og á þessu tímabili hlaut því skírnin að hafa farið fram. En
sé gert ráð fyrir, að Hallur hafi verið skírður á tímabilinu
frá miðjum apríl til ársloka, hlýtur skirnin sem sagt að hafa
átt sér stað á árinu 998, sem leiðir til ársins 999 sem árs
kristnitökunnar. Sé hins vegar gert ráð fyrir, að Hallur hafi
verið skírður á tímabilinu frá ársbyrjun til miðs april, hlýtur
það að hafa verið árið 999 og kristnitakan því árið 1000. —
Af þeirri vitneskju, sem í fslendingabók er að finna og reist
er á aldri Halls Þórarinssonar og tímaafstöðu við kristnitök-
una, er ekki með vissu unnt að ráða, hvort kristnitakan hafi
átt sér stað sumarið 999 eða sumarið 1000.
Með þessari rannsókn á tímasetningum kristnitökunnar út
frá þeim texta fslendingabókar, sem óháður er tímaafstöð-
unni við fall Ólafs Tryggvasonar, hefur ekki tekizt að færa
óyggjandi rök til stuðnings öðru hvoru ártalanna. En í þeim
heimildum, sem elztar eru næst íslendingabók og rætt er um
kristnitökuna á íslandi, reynist hún — með einni undantekn-
ingu — samt sem áður vera færð til tíma, sem svarar til
ársins 999.
Ákvörðun Alþingis um kristnitökuna er lýst sem mikilvæg-
asta atburði allrar íslendingabókar. En sá atburður nýtur
samt ekki samsvarandi sérstöðu, að því er varðar tímatal. Búast
hefði mátt við, að Ari gæfi upp sjálfstæða tímasetningu þessa
merkisviðburðar, en svo er ekki. í íslendingabók er kristni-
takan aðeins tímasett í afstöðu við annan atburð, þ. e. fall