Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 95
Skírnir
Um Æverlinga
93
vera frum-uppistaða síðari sagnaritunar (Studies in Early
British History, Cambridge University Press).
Meðan landið var að byggjast, gátu menn átt það á hættu
að verða hraktir burt af staðfestum sínum af ofbeldismönn-
um. Landamerkjamál og aðrar deilur voru og framan af
þjóðveldistímanum útkljáðar heima í héraði. Hjónabönd
fyrstu ættliðanna hafa því miðað að því að styrkja aðstöðu
ættanna innanhéraðs, í áhlaupum milli nágranna og mála-
ferlum á héraðsþingum. Tengdir milli nágrannahöfðingja
hafa því verið algengar fyrst framan af, eins og glögglega
sést á Snæfellsnesi, þar sem frásagnir eru ýtarlegar. Þegar
vald einstakra goða óx heima fyrir, svo að þeir urðu nær
einvaldir í héraði, en urðu að eiga úrslit mála sinna á Alþingi
undir frændafylgi, hefur það farið í vöxt að styrkja aðstöðu
sína þar með hentugum hjónaböndum við utanhéraðsmenn.
Vitanlega var auður og ættgöfgi alltaf þung á metunum, auk
beinna mannaforráða, og stundum hefur ástarhugur ráðið úr-
slitum, þá eins og nú.
Fyrsti ættliður Æverlinga tengist nágrannaættum, og er
getið þriggja sona þeirra Véfröðar og Gunnhildar Eiríksdóttur
úr Goðdölum: Úlfhéðins, Skarphéðins og Húnröðar. Skarp-
héðinn var veginn af sonum Þorgils gjallanda á Svínavatni,
hvort sem missætti hefur sprottið af hestaati í Hestavígs-
hólma eða af öðrum ástæðum. Ulfhéðin drápu þeir Fóstólfur
og Þjóstólfur við Grindarlæk, sem mun vera misritun fyrir
Grundarlæk, því að svo heitir Breiðavaðslækur ofan til. Sag-
an ber með sér, að þetta vig átti sér stað neðarlega í Langa-
dal, en ekki uppi í Svartárdal. Sennilega hefur Véfröður þá
verið dauður og Úlfhéðinn verið orðinn ættarhöfðingi, enda
varð nafn hans ættfast austan Vatnsskarðs, eins og brátt mun
verða komið að. Ekki er það vitað, hvort hann hefur átt konu
eða börn, en hafi svo verið, hefur sú grein ættarinnar fengið
bólfestu í Bólstaðarhlíð og á Móbergi, því að þau óðui hafa
sjálfsagt ekki verið látin ganga úr ætt, þótt aðalgreinin flytt-
ist síðar í Vesturhóp.
Úlfhéðinn hefur sennilega verið uppkominn maður um
960, hafi hann farið til hólmgöngu með Starra, móðurbróður