Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 100
98
Páll Kolka
Skírnir
1. Guðmundur biskup Arason, fæddur 1161.
2. tJlfheiður, fylgikona Ara Þorgeirssonar.
3. Rannveig, gift Sleggju-Gunnari Helgasyni.
4. Úlfhéðinn Kollason, kv. Yngvildi Steingrímsdóttur.
5. Kolli Þormóðarson, kona hans af Goðdalaætt.
6. Þormóður Kollason, kv. Þórnýju Aradóttur af Reyk-
hólum.
7. Kolli Þorláksson, bróðir Steinþórs af Eyri.
Það er athugavert við þennan síðasta lið, að hvorki Eyr-
byggja né Landnáma telja neinn Kolla meðal sona Þorláks
á Eyri, en tvo meðal sonarsona hans. Hér mun því eiga að
standa Kolli Þormóðarson, bróður Steinþórs af Eyri. Afritar-
inn hefur haft föður Eyrarbræðra ríkt í huga og sett nafn
hans í ógáti. Verður þá framhald ættartölunnar á þennan veg:
7. Kolli i Rjarnarhöfn Þormóðarson, kvæntur Sigríði
Snorradóttur goða.
8. Þormóður á Rakka Þorláksson, kv. Þorgerði Þorbrands-
brandsdóttur.
9. Þorlákur á Eyri Ásgeirsson, faðir Eyrarbræðra.
Þetta stenzt vel tímans vegna. Kolli yngri, faðir tJlfhéðins,
er systrungur við Þorgils Oddason, sem deyr 1151, og Guð-
mund prest Rrandsson, sem líka deyr 1151, en systkinasonur
við Ingimund prest Einarsson, sem deyr 1169. Hann er enn
fremur systkinabam við Þorstein, föður Klængs biskups, en
Klængur er fæddur 1102 og deyr 1176 (Sturl., útg. J. Jóh.,
21. ættskrá). Kolli yngri er þvi varla fæddur fyrr en um 1060
og kemur það heim við röðina á börnum Snorra goða, að
Sigríður amma hans sé fædd um 1000. Þorlákur á Eyri er í
2. lið frá landnámsmanni og synir hans fullorðnir nokkru
fyrir 1000, því að Rergþór, sá yngsti þeirra, féll í bardagan-
um á Vigrafirði 997.
Olfhéðinn Þorbjarnarson getur því tæplega verið afi Úlf-
héðins Kollasonar, en gæti verið afi móður hans. Hún hefur
a. m. k. verið af Goðdalaætt og Víðimýri þannig komizt í eign
manns af karllegg Eyrbyggja.
Hér verður að fara nokkrum orðum um Víðimýri, sem