Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 22
20
Elias Bredsdorff
Skirnir
unni og svo Dickens og konu hans; ekki í góðu skapi.“ Hinn
30. júní: „Frænkan (þ. e. Miss Hogarth) mjög sæmileg, Dick-
ens makalaus eins og alltaf ... dæturnar gefa mér engan
gaum, frænkan enn síður, háttaði í ekki góðu skapi.“ Hinn
6. júlí skrifaði H. C. Andersen um heimsókn hjá Bentley-fjöl-
skyldunni: „Synirnir og dæturnar hér framúrskarandi elsku-
leg, þægilegri og nærgætnari en börn Dickens . . .“ Hinn 12.
júlí: „Ungi Walter Dickens leiðinlegur!“ Og 13. júlí: „— litli
vinur minn (hljómlistargáfnaljósið) tók þurrlega og óvinsam-
lega á móti mér!“
Hér er ekki um neitt að villast. Andersen var glaður og
ánægður, þegar Dickens og kona hans voru viðstödd, en hann
fann óvinsamlegan anda streyma til sín frá mágkonu Dick-
ens og börnum.
Hvernig var nú afstaða Dickens og fjölskyldu hans til
H. C. Andersens? Frá þeirra sjónarmiði var heimsóknin gjör-
samlega misheppnuð, og er ýmislegt til vitnis um það. f
rauninni voru tilfinningar þeirra í garð H. C. Andersens
hvergi nærri eins vinsamlegar og hann mun hafa gert sér í
hugarlund. Framkoma Dickens sjálfs er að vissu leyti mjög
einkennileg. Þegar þess er gætt, hve hóflaust, hjartanlega og
fast hann leggur að Andersen að koma og búa hjá sér, eru
sumar athugasemdir hans um hann í hréfum til vina sinna
harla furðulegar. Yfirlætistónninn leynir sér ekki í bréfi
Dickens til Miss Burdett-Coutts, skrifuðu viku áður en H. C.
Andersen kom til Englands: „Hans Christian Andersen mun
ef til vill verða hjá okkur, en þú kærir þig kollótta um hann
— sérstaklega þar sem hann talar enga tungu nema sína eig-
in dönsku og er grunaður um að kunna jafnvel ekki hana
...“. Bæði Dickens og Miss Burdett-Coutts vissu frá sam-
fundunum 1847, að Andersen talaði illa ensku; en sú athuga-
semd, að Andersen hafi ekki einu sinni kunnað skil á sínu
eigin móðurmáli, hlýtur að vekja undrun. Hvaðan hafði
Dickens þetta? Ég gizka á, að hann hafi það frá frú Mary
Howitt, sem þýtt hafði bækur H. C. Andersens á ensku, en
snúizt heiftarlega gegn honum, þegar hann neitaði henni um
einkarétt á sér. Það er áreiðanlega hún, sem Dickens á við