Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 30
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON:
ÞRÍSTIRNIÐ Á NORÐURLÖNDUM.
Það er kunnugt, að róstusamt var með Islendingum og Norð-
mönnum um 1200, en ekki eru menn alveg sammála um ástæð-
ur þessara deilna. Það er þó nokkurn veginn víst, að tilefnið
hafi verið hækkandi vöruverð erlendis, sem vitaskuld hafði af-
leiðingar hér, og að Norðmenn hafi haft þá þegar svo til alla
Islandsverzlun í sínum höndum. Hinn erlendi nauðsynja-
varningur hafði hækkað mjög mikið og þurfti því að reyna
að koma hinum innlenda útflutningsvarningi í sæmilegt verð.
Þar sem íslendingar réðu þá eigi lengur yfir skipastól til
flutninga, varð að fara aðrar leiðir til þess að knýja fram
bærilegt verð á útflutningnum heldur en þá að semja um
verð á markaði erlendis. Verðið varð að ákveða við skipshlið
á íslandi. Til þess var í raun lagaheimild í Grágás Ih 72,
þar sem segir í upphafi: „Þat er mœlt í logum órum, at menn
skulu eigi kaupa dýrra austrœnan varning at skipum at far-
mpnnum en þeir menn ráða at leggja til þrír, er til eru tekn-
ir í hverju heraðstakmarki.“ Þessi siður virðist geta verið
nokkuð forn og viðhélzt löngu eftir, að Grágásarákvæðið hafði
verið numið úr lögum.
Arið 1215 lögðu þeir Sæmundur Jónsson og Þorvaklur
Gizurarson lag á varning Austmanna. Þessa getur sérstaklega
í heimildum og af því, að um meginviðburð ræðir. Oddaverj-
ar og Haukdælir taka hér höndum saman um hagsmunamál
Sunnlendinga og þá væntanlega um leið allra landsmanna.
Það er auðséð, að mönnum hefir þótt, að hart hafi mætt hörðu,
enda tóku Norðmenn þetta óstinnt upp, svo óstinnt, að er
Páll Sæmundarson drukknaði við Noreg ári síðar, héldu menn
hér, að hann hefði verið drepinn af Norðmönnum. Og 1217
tók Sæmundur Jónsson upp þrjú hundruð hundraða á Eyrum