Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 35
Skírnir
Þrístirnið á Norðurlöndum
33
það bætir Hákonar saga við: „En engu kom Snorri áleiðis við
landsmenn. Flutti hann ok lítt.“
Þó hefur hann varla gengið þess dulinn, að um lokaátök við
Norðmenn væri að ræða. Að ýmsir samtíðarmenn hans hafi
haft einhverjar pólitískar skoðanir, er ljóst af leshókarhrotinu
frá Vallanesi, er nefnir Jón Loftsson ,princeps patriæ1. Hug-
takið ,princeps‘ er svo skýrt mótað í miðaldalatínu, að sá,
sem færir Þorlákslesið í latínu, meinar eitthvað alveg sérstakt
og meira en það eitt að kalla Jón höfðingja. Hér er meira á
ferð. Það eru hinar suðrænu hugmyndir ásamt riddaraskap,
skjaldarmerkjum og öðru tildri, sem Snorri virðist eigi hafa
verið með öllu frábitinn. Þó er það með Snorra eins og með
Skúla og Áskel, að hann er ekki fylgjandi hinni suðrænu kon-
ungsmynd, heldur fylgir hann þingvaldsstefnu höfðingjanna
norrænu og er að því leyti í sama flokki og Oddaverjar, er
voru honum skyldir og komu honum til manns, enda mynd-
uðu þeir síðustu ,andspyrnuhreyfinguna‘ hérlendis gegn kon-
ungsvaldinu.
Við vitum ekki fyrir víst, hvers vegna Snorri lögsögumaður
fór utan 1218, sbr. þó niðurlag 34. kap. Islendinga sögu, en
við vitum um erindi hans heim 1220. Jafnframt er leyfilegt
að álíta, að Snorri hafi reynt að mynda sér skoðun um þró-
un mála í Noregi, en orðið fyrir því óláni að veðja á rangan
hest. Hann er engan veginn landráðamaður Islands, heldur
raunsær stjórnmálamaður, er fylgir sömu stefnu sem Skúli
jarl og Áskell lögmaður.
3