Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 29
Skírnir
H. C. Andersen og Charles Dickens
27
fagurt fjölskyldulíf sitt opinberlega á sama tíma og hvert
mannsbarn vissi, að unaðsmyndin var fyrir löngu komin í
mask. Dickens hefur vel getað fundizt, að Andersen hafi
syndgað gegn lögum gistivináttunnar með því að nota einka-
heimsókn sem efni handa almenningi. „Bentley’s Miscellany"
notaði sér meinlausa ferðalýsingu Andersens af fullri hræsni,
þar sem það ávítar hann samtímis fyrir að hafa skrifað hana,
og það getur vel verið, að hún hafi orkað á viðkvæmt tauga-
kerfi Dickens sem vísvitandi afstaða með frú Dickens, en vit-
að er, að Dickens rauf allt samband við fyrri vini sína, sem
létu í Ijós, að þeir drægju hennar taum.
Charles Dickens dó í júní 1870. Tveimur dögum eftir lát
hans skrifaði H. C. Andersen í einkadaghók sína: „Ég sé í
blaðinu, að Charles Dickens hafi dáið að kvöldi hins níunda;
þá sjáumst við ekki framar á jörðinni, skiptumst ekki á orð-
um, og ég fæ aldrei skýringu á því, hvers vegna hann svar-
aði ekki bréfum mmum.“ Og vini sínum Martin Henriques
skrifar hann nokkrum dögum síðar um Dickens: „Ég á hon-
um mikið að þakka! Rit hans hafa gagntekið mig, og sjálfur
uppörvaði hann mig og styrkti.“
H. C. Andersen og Charles Dickens — tvö af mestu og sér-
stæðustu skáldum 19. aldar — hittust í gagnkvæmri aðdáun
á listrænni snilld hvor annars. Um það, sem þeir áttu
sameiginlega, fátæktina, sem þeir bjuggu við í bernsku, töl-
uðu þeir ekki, og vináttan, sem milli þeirra þróaðist, var ekki
í jafnvægi, því að annar lagði sig allan skilyrðislaust í hana,
þar sem aftur á móti hinn, eins og hver sem gýs með milli-
bilum, gat með orðum og gjörðum látið i ljós mikla hlýju og
aðdáun, sem í rauninni stóð ekki djúpt. Báðir höfðu sanna
listamannsskapgerð, en hún birtist i svo ólíkum myndum, að
þvi meir sem annar nálgaðist, því lengra hörfaði hinn undan.
Og þó er sagan um vináttu þeirra engin sorgarsaga. Um
stundar sakir örvaði hún Dickens, og H. C. Andersen veitti
hún hamingju og gleði, á meðan það var, því að hennar vegna
komst hann í nána snertingu við það skáld, sem hann dáði
mest allra samtíðarskálda sinna.
(Kristján Eldjárn þýddi.)