Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 113
Skímir íslenzk frœði í Tjekkóslóvakíu 111
Vera má liins vegar, að fyrstu Islendingarnir hafi lieim-
sótt vort land nokkru fyrr, þ. e., að námsmenn hafi komið að
háskólanum í Praha.1) Svo mikið er a. m. k. víst, að norrænir
menn voru þar við nám um þetta leyti, t. d. sá, er síðar nefnd-
ist Nicolaus Jacobi, erkibiskup í Þrándheimi, og Skálholtsbisk-
upinn Johannes Gerechini, sem Islendingar kalla Jón Ger-
i’eksson, en hann var að vísu danskur að uppruna.
Síðustu rannsóknir Walters beindust að torskildum nöfn-
um í gömlum tjekkneskum sögusögnum, sbr. ritgerðina
„Namnen Tunna och Gommon i tjeckiska legender och krö-
nikor“ í Studia slavica, Gunnaro Gunnarsson sexagenario de-
dicata, Uppsala 1960. I þessari ritgerð og fáeinum öðrum set-
ur Walter fram þá djarflegu tilgátu, að þessi nöfn eigi rætur
að rekja til norrænna víkinga eða Væringja. Auk þýðinga
Walters komu Hrafnkels saga og Egils saga út í þýðingum á
árunum 1920—26. Þýðandinn var katólskur prestur, Karel
Vrátný, sem einnig fékkst við athuganir á forníslenzkum bók-
menntum trúarlegs efnis. 1 því sambandi má nefna ritgerð
hans nm fornar íslenzkar hómilíur í Arkiv för nordisk filo-
logi.
Vel var vandað til útgáfu Hrafnkels sögu, enda ætluð bóka-
söfnurum, og svo var einnig um báðar þýðingarnar á Lilju
Eysteins Ásgrímssonar, sem út komu 1924. Vrátný hafði gert
aðra, en Walter hina. Vrátný tókst ekki að fá neinn til að
gefa út Egils sögu, svo að hann gaf hana út sjálfur á eigin
kostnað, en þó með stuðningi Vísindaakademíunnar. Egils
saga er svo viðamikil, að engan þarf að undra, þótt Vrátný
fengi ekki útgefanda að henni. Tjekkneskir lesendur eru
óvanir sögustílnum. Staðanöfn og viðmiðanir reyna mjög á
minni lesandans, sömuleiðis ættrakning og nafnvenjur. Sama
skírnarnafn er borið af mörgum mönnum, og svo bætist föð-
urnafn við. Islendingur, sem þekkir til helztu sögustaða og
sagnpersóna allt frá barnæsku, getur varla ímyndað sér, hve
til bæheimsk liandrit af henni, en síðan hafi hann snúið ritinu á pólsku,
er hann var setztur að í Lesznó. Þorvaldur Thoroddsen, LandfrœSissaga
Islands, 11,2 Kaupmannahöfn 1897), bls. 195—209. ÞýS.
x) Hóskóli var stofnaður í Praha 1348. ÞýS.