Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 85
Skírnir
Björnstjerne Björnson og Norðurlönd
83
Jón Sigurðsson var gætnari; hann var svo nákunnugur öll-
um aðstæðum. Af samstarfi þessara tveggja manna — og
nokkurra annarra Islendinga — varð til greinaflokkur um
Island og Noreg, sem birtist í Norsk Folkeblad fram á vorið
1870. Önnur greinin hefst þannig: „Þar sem ekki virðast
neinar sennilegar líkur á, að Danmörk muni skilja betur
raunverulega nauðsyn Islands en hún skildi þarfir hinna
þýzku hertogadæma sinna á sínum tíma, og þar sem það
kemur í ljós, að megingallinn er ennþá nákvæmlega hinn
sami eftir svo mikið afhroð: vanmat á lögmáli þjóðernis og
frelsis, þessu eina, sem Danmörk sjálf á sínum tíma og enn
í dag getur vænzt hjálpar fyrir, — þá verður nú að skoða
afstöðuna ofan í kjölinn, og norsku blöðin neyðast þá til —
í allri vinsemd og ávailt með norrænni frændsemistilfinningu
— að koma fram sem málfærslumaður fyrir annan málsaðila
í málinu: Island. gegn Danmörku, fyrir yfirdómstóli Norður-
landa.“
Greinarnar voru reikningsskil fyrir það ranglæti, sem Is-
land hafði verið heitt af Danmörku, og árás á þá, sem mis-
notuðu Skandínavismann til framdráttar sérstökum þjóðar-
hagsmunum. „Vér skiljum jafnlitið þann Skandínavisma,
sem hefur aðeins tilfinningu fyrir því, sem danskt er, og hinn,
sem aðeins finnur fyrir því, sem er sænskt“, skrifaði hann.
Noregur bar einnig áhyrgð gagnvart fslandi, því að hann hafði
einnig sýnt því ranglæti. „Ef vér höfum jafngóðan vilja —
og vér höfum ríka skyldu — til að hjálpa íslendingum, þá
koma aðferðin og úrræðin af sjálfu sér, — og vér sjáum
enga ástæðu til, að þetta mál verði rekið öðruvísi en á sam-
norrænum grundvelli, þar sem blóðböndin og fortíðin er vor
allra, og hlýtur það því að eiga vorar góðu framtíðaróskir.“
Það sýnir norrænan hugsunarhátt hans, að hann skýtur því
fram, að sá tími sé ekki langt undan, að einu gildi við emb-
ættaveitingar, við hvaða háskóla á Norðurlöndum umsækjend-
ur hafi lokið prófi; og hann leggur því til, að íslendingar taki
fyrstir upp þessa stefnu. Það er gott hann veit ekki, að þessu
marki er ennþá ekki náð hundrað árum síðar.
f „Bréfi frá íslendingi til útgefanda blaðsins“ var málið