Skírnir - 01.01.1967, Síða 27
Skírnir
H. C. Andersen og Charles Dickens
25
ég látinn finna þetta . . .“ Hann endaði bréfið með þessnm
orðum: „Sýnið þá elskusemi að gleyma þeim skuggahliðum
minum, sem samveran hefur ef til vill birt yður. Ég vil svo
gjarnan lifa sem góð minning i huga manns, sem ég elska
eins og vin og bróður.“
Þetta bréf er talandi vottur þess, hve hreinar og djúpar
voru tilfinningar Andersens í garð Dickens. Með undrunar-
verðu öryggi drepur hann fingri á einmitt þau atriði, þar sem
leiðindi gátu kviknað af skiljanlegum og eðlilegum ástæðum,
og biður Dickens að gleyma öllu slíku og hugsa aðeins um
það, sem tengir þá saman.
Andersen skrifaði annað bréf til Dickens, áður en hann
svaraði. Bréf Dickens er bæði vingjarnlegt og margfróðlegt,
en undir vingjarnleikanum býr bæði kuldi og yfirlæti. Ander-
sen svaraði undir eins með enn lengra og hjartanlegra bréfi,
þar sem hann skrifaði m. a.: „Hve innilega er hjarta mitt
bundið yður, þegar ég heyri enn með þakklæti milda rödd
blessaðrar konunnar yðar, er hún sagði mér hvað eftir annað,
að ég væri ykkur öllum velkominn og að þið vilduð gjarnan
hafa mig hjá ykkur . . . Ég óttaðist sífellt, að þið yrðuð þreytt
á gestinum, sem nánast gat ekki talað málið. Með slíkri til-
finningu hefur maður augu og eyru alveg fram í fingur-
góma, en ég fann og skildi, að maður og kona voru einnig
í þessu ein sál og hugsun; guð gleðji yður fyrir það!“
Þetta bréf skrifaði Andersen í september 1857, en því svar-
aði Dickens aldrei — og ekki heldur neinu bréfi Andersens
upp frá því. Andersen hélt áfram að senda bækur sínar til
Dickens, og hann skrifaði þó nokkur bréf, þar á meðal kynn-
ingarbréf fyrir tvo nákomna vini sína (annar þeirra var ís-
lenzka skáldið Grímur Thomsen), en hvorki bækur, ljós-
myndir né bréf megnuðu að rjúfa þögn Dickens. Og að lok-
um gafst Andersen upp á að skrifa honum. Bréfaskiptum
skáldanna tveggja var endanlega lokið! I framhaldi við „Ævin-
týri lífs mins“ lýkur H. C. Andersen frásögn sinni af heim-
sólcninni hjá Dickens með þessum orðum: „Seinna komu bréf
sjaldnar og siðustu árin engin. — Búið, búið, og svo fer um
nllar sögur!“