Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 40
38
Halldór Halldórsson
Skírnir
um ættarnafn eða föðurnafn er að ræða. Sem dæmi mætti
nefna: Anna FriSriksson, fædd Christensen-Hejnœs, sem gift-
ist Ólafi Friðrikssyni, Barbara Árnason, gift Magnúsi Árna-
syni, Grethe Benediktsson, fædd Kyhl, gift Jakob Benedikts-
syni. Og þannig mætti lengi telja. Hins vegar hefir ekki skap-
azt föst regla um það, hvort notað er fyrra eða síðara nafn
þessara kvenna í umtali eða ávarpi. Ég hefi átt tal við eina
frú, sem svo var ástatt um, og sagði hún mér, að þeir, sem
þéruðu hana, notuðu ávallt síðara nafn í ávarpi. En þessi
regla er ekki algild. Ég efast um, að ég hafi heyrt Barböru
Arnason nokkru sinni nefnda frú Árnason. Nafnið Barbara
virðist hafa festst í þessu tilviki. Hvernig þessu er háttað i
ávarpi er mér ókunnugt um. Þetta atriði, þ. e. nafnsiðir í
sambandi við erlendar konur, sem giftast íslenzkum mönnum,
þarf, eins og margt fleira, er þessi mál varðar, miklu nánari
rannsóknar við.
III. Ég kem þá að þriðja aðalatriði íslenzkra nafnsiða, þ. e.
hvernig börn fá síðara nafn. Þetta atriði stendur vitaskuld í
nánu sambandi við tvö hin fyrri.
Aðalreglan er sú, að sonur fær sem eftirnafn fornafn föður
i eignarfalli, að viðbættum liðnum son, t. d. SigurSur, sonur
Arna Jónssonar, verður Árnason, en ekki Jónsson, eins og
hann yrði, ef farið væri eftir ættarnafnakerfinu. Á sama hátt
fær dóttir sem eftirnafn fornafn föður í eignarfalli, að við-
bættum liðnum dóttir. Þannig verður GuSrún, dóttir Árna
Jónssonar, Árnadótlir.
Frá þessari meginreglu er þó veigamikil undantekning,
sem stafar af því, að nafnsiðir okkar eru runnir frá tveimur
ólíkum kerfum, eins og að hefir verið vikið. Undantekningin
er sú, að börn föður, sem ber ættarnafn, taka yfirleitt upp
ættarnafn hans sem eftirnafn. Óþarft er að rekja þetta nán-
ara. Það er svo alkunnugt fyrirbæri. En þess má geta, að sum
börn taka ekki upp ættarnöfn föður, heldur fylgja hinni fornu
föðurnafnareglu. Sem dæmi mætti nefna ÞórS Ólafsson, sem
fæddur er Thorarensen. Sama máli gegnir um börn þeirra
Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra og Gylfa Þ. Gíslasonar
menntamálaráðherra. Þau hafa ekki tekið ættarnafnið Gísla-