Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 88
86
Harald L. Tveterás
Skírnir
raun um, að Stórsvíar vildu gera sambandið að einhverju
öðru en Norðmenn höfðu ætlað því, varð honum ljóst, að
sambandið var óhjákvæmilega úr sögunni um langa framtíð
bæði vegna Noregs og Norðurlanda. Þá varð hann lýðveldis-
sinni. Hann óskaði heils hugar eftir sambandi, þar sem Nor-
egur stæði frjáls og jafnborinn við hlið Svíþjóðar.
I fjællsund luft og hoj og fri,
da kan din bror du haanden gi.
Den pagt, við nu forpestes i,
den hader og forbander vi.
(f fjallalofti laus við bönd,
þú lætur rétta bróðurhönd.
Þá sáttmálspest, er sýkir skap,
vér særum niðrí botnlaust gap.)
f gegnum frjálsiynda sænska vini sína, svo sem S. A. Hed-
lund í Gautaborg, lagði hann sitt af mörkum tif að koma á
nánara sambandi miiii Svíþjóðar og Danmerkur. Norðurlönd
voru honum alltaf í hug. Hann trúði á þjóðleg og frjálslynd
öfl í Svíþjóð, og i rauninni skildu margir Svíar hann.
Fyrir sambandsslitin 1905 lagði hann sig fram til að bæla
niður ofsa landa sinna. Menn áttu að koma virðulega fram.
Hann skrifaði Kielland, sem átti erfitt með að sýkna Svíana:
„Meðan um það var að ræða að brýna hug vorn gegn öllum
þeim rangindum, sem vér urðum að þola, þá var leyfilegt
að nota skammaryrði. Nú er takmarkinu náð; nú segi ég
ekki framar ljótt orð um Svía. Slíkt er ekki annað en heimska,
og ég erfi ekki gamlar væringar.“ í blöðin skrifaði hann:
„Ég læt ekki draga mig inn í skammvinnan þjóðernisofsa,
ég á mér stærra sjónarsvið og þess vegna meiri þolinmæði ...
Vér viljum ekki og megum ekki freista Svíanna til fleiri
vonzkuverka, svo að vér villumst enn lengra burt af þeirri
leið, sem á að samtengja Norðurlönd.“
Þegar um er að ræða viðhorf Björnsons til Finnlands, þá
dró það hann snemma til sín, því að söguleg örlög þess áttu
að ýmsu leyti við Noreg. Skáldverk hans hlutu mikla út-