Skírnir - 01.01.1967, Side 75
Skírnir
Björnstjerne Björnson og Norðurlönd
73
ernisstefna hans átti ekkert skylt við herskáa þjóðernisdýrkun.
Frá dönsku sjónarmiði var stundum litið þannig á, rétt eins
og hinn mikli fyrirrennari Björnsons, Henrik Wergeland, var
í Danmörku talinn þjóðrembingsrusti, hatursmaður Dana.
Báðir voru þeir Wergeland og Björnson misskildir í Dan-
mörku, af þvi að þeir töldu það hlutverk sitt að stuðla að
þróun norskra sérkenna, eftir allt of sterk útlend — eða dönsk
— áhrif. 1 rauninni var það fjarlægt tveim slíkum heimsborg-
urum sem Henrik Wergeland og Björnstjerne Björnson að ala
með sér andúð gegn heilli þjóð, og alls ekki gegn dönsku
þjóðinni á þeim tíma, sem stjórnmálasambandi Danmerkur
og Noregs var lokið. Þeir börðust gegn dönskum áhrifum í
Noregi jafnframt því, að þeir voru miklir aðdáendur danskr-
ar menningar. Björnson óx upp í andrúmslofti hins akadem-
íska skandínavisma, sem var almennt viðurkenndur af nokk-
uð takmörkuðum hópi, en sá söfnuður hafði samt sterk áhrif.
Vaxið hafði upp tilfinning fyrir menningarlegri samstöðu á
Norðurlöndum, og í kjölfarið fylgdi vaxandi áhugi á hinni
elztu sögu með öllum þeim sögulegu minjum, sem voru sam-
eiginlegar Norðurlöndum. Það var rómantík norrænnar sögu,
sem greinilega hreif Björnson. Athyglisvert var, að tilfinn-
ingin fyrir norrænni samstöðu og skilningurinn á auknu
skandinavísku samstarfi, þróaðist samhliða sterkri þjóðlegri
vakningu í Noregi. Þetta finnum við bæði hjá Björnson og
öðrum Norðmönnum. Þetta stendur í sambandi við hina
miklu þörf, sem varð áberandi eftir 1814, að grafa upp hina
sérnorsku menningararfleifð, og það er ekki að efa, að þetta
vakti um miðja öldina nokkurn óróa í draumaveröld skand-
ínavískra stúdenta.
Söguritarinn P. A. Munch hafði dregið markalínu milli
norsks og dansks, og frá dönsku sjónarmiði var á þetta litið
sem þjóðernisöfgar. Þegar Björnson barðist gegn danskri
tungu í norskum leikhúsum, var á það litið á sama hátt. I
rauninni hafði hann ekkert á móti „sameinuðum Norður-
löndum“, hann leit á slíkt sem eðlilegt takmark, en eins og
hann sjálfur hélt fram, mátd það ekki gerast „fyrr en þeir
geta þolað okkur með því, sem okkar er, dygðum og löstum,