Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1967, Síða 75

Skírnir - 01.01.1967, Síða 75
Skírnir Björnstjerne Björnson og Norðurlönd 73 ernisstefna hans átti ekkert skylt við herskáa þjóðernisdýrkun. Frá dönsku sjónarmiði var stundum litið þannig á, rétt eins og hinn mikli fyrirrennari Björnsons, Henrik Wergeland, var í Danmörku talinn þjóðrembingsrusti, hatursmaður Dana. Báðir voru þeir Wergeland og Björnson misskildir í Dan- mörku, af þvi að þeir töldu það hlutverk sitt að stuðla að þróun norskra sérkenna, eftir allt of sterk útlend — eða dönsk — áhrif. 1 rauninni var það fjarlægt tveim slíkum heimsborg- urum sem Henrik Wergeland og Björnstjerne Björnson að ala með sér andúð gegn heilli þjóð, og alls ekki gegn dönsku þjóðinni á þeim tíma, sem stjórnmálasambandi Danmerkur og Noregs var lokið. Þeir börðust gegn dönskum áhrifum í Noregi jafnframt því, að þeir voru miklir aðdáendur danskr- ar menningar. Björnson óx upp í andrúmslofti hins akadem- íska skandínavisma, sem var almennt viðurkenndur af nokk- uð takmörkuðum hópi, en sá söfnuður hafði samt sterk áhrif. Vaxið hafði upp tilfinning fyrir menningarlegri samstöðu á Norðurlöndum, og í kjölfarið fylgdi vaxandi áhugi á hinni elztu sögu með öllum þeim sögulegu minjum, sem voru sam- eiginlegar Norðurlöndum. Það var rómantík norrænnar sögu, sem greinilega hreif Björnson. Athyglisvert var, að tilfinn- ingin fyrir norrænni samstöðu og skilningurinn á auknu skandinavísku samstarfi, þróaðist samhliða sterkri þjóðlegri vakningu í Noregi. Þetta finnum við bæði hjá Björnson og öðrum Norðmönnum. Þetta stendur í sambandi við hina miklu þörf, sem varð áberandi eftir 1814, að grafa upp hina sérnorsku menningararfleifð, og það er ekki að efa, að þetta vakti um miðja öldina nokkurn óróa í draumaveröld skand- ínavískra stúdenta. Söguritarinn P. A. Munch hafði dregið markalínu milli norsks og dansks, og frá dönsku sjónarmiði var á þetta litið sem þjóðernisöfgar. Þegar Björnson barðist gegn danskri tungu í norskum leikhúsum, var á það litið á sama hátt. I rauninni hafði hann ekkert á móti „sameinuðum Norður- löndum“, hann leit á slíkt sem eðlilegt takmark, en eins og hann sjálfur hélt fram, mátd það ekki gerast „fyrr en þeir geta þolað okkur með því, sem okkar er, dygðum og löstum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.