Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 120
118
Ladislav Heger
Skírnir
hið fremsta í íslenzkum fornbókmenntum. Erindi tjekkneska
kvæðisins er á þessa leið:
Byl pozdní vecer — první máj —
vecerní máj — byl lásky cas.
Hrdliccin zval ku lásce hlas,
kde borový zavánél háj.
í þýzkri þýðingu:
Spatabends war’s — der erste Mai,
ein Abendmahl — der Liebe Zeit
zur Liebe lud des Taubchens Schrei,
wo Kiefernhain die Diifte streut’.
Lyrir kom einnig, að tjekkneskan freistaði til annars kon-
ar framsetningar en frumtextinn hafði eða gaf kost á öðru
tilbrigði, sem skáldið hefði áreiðanlega valið, ef það hefði ort
á tjekknesku. Þetta á við 54.-56. erindi Hávamála, sem hefj-
ast á orðunum: „Meðalsnotr / skyli manna hverr“ eða á
tjekknesku: „kazdý by mél / kus rozumu mít“, þ. e. orðrétt:
‘sérhver ætti að hafa / ögn af skynsemi’. Og spekina i tveim-
ur síðarnefndu erindunum mætti orða svo á tjekknesku:
„srdce lidské je málokdy stastné / kdyz jenom rozum roz-
hoduje“, þ. e. orðrétt: ‘hjarta manns er sjaldan sælt, ef skyn-
semin ein er látin ráða’. Og ég verð að játa, að ég tók nærri
mér að hafna þessari framsetningu og endursamningu.
Auðvitað má ætíð um það deila, hve frjálslega má fara með
texta í þýðingu og hvort þessi eða hin þýðingin er betri. En
æðsta boðorð allrar ljóðlistar er fegurðarkrafan, og henni verð-
ur nákvæmnin að lúta. Orðrétt getur einungis óskáldleg þýð-
ing verið. En slík þýðing er ekki heldur nákvæm eftirmynd
frumtextans, því að merkingarsvið orða og hlutverk eru breyti-
leg eftir tungumálum, auk þess sem mörg orð eru torskilin
í eddukvæðum. Óskáldlegri, vísindalegri þýðingu verða því
að fylgja rækilegar skýringar, sem styðjast við allar undan-
gengnar rannsóknir. Slík verk eru unnin öðru hverju, og von-
andi verður það næst hjá oss, að vér fáum Eddu í óbundnu
máli.
Hér hefir aðeins verið drepið á tjekkneskar þýðingar úr
íslenzku og fáein rit um norræn fræði. Enn má nefna nokk-