Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 56
54
Halldór Halldórsson
Skírnir
vegar lít ég þannig á, að ekki sé hægt að hrófla við þeim
ættarnöfnum, sem nú eru notuð, hvorki þeim, sem teljast
mega lögleg, né þeim, sem eru brot á gildandi lögum. Ef
svo fer, að Alþingi vilji nú banna ættamöfn með nýjum
lögum, skal sú höfuðregla gilda, að þeir fslendingar, er
fæðast eftir að slík lög eru gengin í gildi, skuli nefna sig
að fornum sið. Þá einu undantekningu vildi ég leyfa, að
hjónum, sem bera ættarnafn og hafa eignazt börn, er hera
ættarnafn foreldra sinna, skuli heimilað að leyfa þeim
börnum, er kunna að fæðast eftir að lögin eru gengin í
gildi, að bera sama ættarnafnið og hin börnin (eða barn-
ið). Af þessu yrði ljóst, að ættarnöfnum yrði ekki útrýmt
úr íslenzku máli fyrr en eftir marga áratugi eða allt að
100 árum. Aðalatriðið er, að stefnubreyting verði nú í
nafngiftum fslendinga. Ég legg því til, að frumvarpinu
verði breytt í samræmi við þessar skoðanir.“
Hinn 4. nóv. 1955 var fyrr greindu frumvarpi vitbýtt á Al-
þingi (Efri deild), og á fundi Efri deildar 8. nóv. var það tek-
ið til umræðu og vísað til 2. umræðu og Menntamálanefndar
eftir að þáverandi dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson,
hafði fylgt því úr hlaði. Á fundi deildarinnar 29. nóv. var
frumvarpið síðan tekið til 2. umræðu, en eftir ræðu formanns
Menntamálanefndar, Bernharðs Stefánssonar, var umræðunni
frestað, en henni fram haldið 5. des. Eftir nokkrar umræður
var málinu frestað til 8. des., og á fundi deildarinnar 9. des.
var frumvarpið samþykkt til Neðri deildar með 7 atkv. gegn 6.
Á fundi Neðri deildar 6. jan. 1956 var frumvarpið síðan tekið
til 1. umræðu og vísað til Menntamálanefndar eftir nokkrar
umræður. Nefndarálit kom aldrei fram, og er sögu þess frum-
varps þar með lokið.
Ég tel ekki ástæðu til að rekja hér ummæli einstakra þing-
manna. Þess má þó geta, að þeir, sem andvígir voru frum-
varpinu, höfðu sig meira í frammi, og einkum var það afstað-
an til ættarnafnanna, sem setti svip á umræðurnar.