Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 57
Skirnir
Islenzkir nafnsiðir og þróun íslenzka nafnaforðans
55
Engin tök eru á að ræða hér skírnarnafnaval og sögu þess.
Ég vil þó ekki láta hjá líða að rifja upp nokkur atriði í sögu
nafnaforðans. Eins og kunnugt er, komu flestir landnáms-
manna frá Vestur-Noregi, og tunga sú, sem töluð var hér á
landnámsöld, bar svip þess máls, sem þar var talað. Hið sama
á við um nafnaforðann. Flestir landnámsmanna báru nöfn,
sem tíðkuðust í Vestur-Noregi, og hið sama er að segja um
böm þeirra. Frá þessu eru þó margar undantekningar, sem
hér er ekki tóm að rekja. Þess ber þó að geta, að nokkur írsk
eða keltnesk nöfn tíðkast hér á landnámsöld, en mjög fá náðu
þó fótfestu í islenzkum nafnaforða. f skýrslu Þorsteins Þor-
steinssonar yfir skírnarnöfn 1921—50 eru 7 írskættuð karl-
mannsnöfn: Kjartan (261), NjálP'j33), Kormákur (4), Kal-
man (4), Kjaran (3), Brjánn (3), Patrekur (1). Samkvæmt
skýrslu Þorsteins er aðeins eitt kvenmannsnafn notað: Mel-
korka (2).
Með tilkomu kristninnar flutu nokkur áhrif á islenzkan
nafnaforða. Frá ll.öld eru t. d. kunn nöfnin Jón, Magnús,
Markús og Pétur, en á 12. og 13. öld verða kristin áhrif á
nafnaforðann mun meiri. Ég nefni aðeins fá nöfn, t. d. Páll,
Benedikt, Stefán, Jakob, Klemenz og Nikulás. Vitanlega hafði
kristinn siður samsvarandi áhrif á kvennanöfn. Algengust
þeirra, sem heimildir eru um frá 12. og 13. öld, eru Margrét
og Kristín.
Annað atriði, sem skipt hefir máli fyrir upptöku tökunafna,
er samband einstakra ætta við útlönd. Oft hefir t. d. verið á
það bent, að Oddaverjar völdu börnum sínum nöfn, sem lítt
eða ekki voru tíðkuð áður á fslandi. Hér kemur bæði til greina
samband þeirra við norsku konungsættina og almennt sam-
band þeirra við útlönd. í þessari ætt koma t. d. fyrir nöfnin
Andrés, Páll og Filippus. Meira að segja norræn nöfn, sem
ekki virðast hafa verið notuð hér, en tíð voru í norsku kon-
ungsættinni, eins og Hálfdan, skjóta upp kollinum í þessari
ætt. Bæjarnafnið Halfdanartungur og fleiri staðarnöfn gætu
bent til, að nafnið hafi tíðkazt hér frá upphafi, en þess ber
að geta, að elzta heimild um það nafn er Ljósvetningasaga,
og handrit hennar eru ekki mjög gömul. Sama fyrirbrigðis,