Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 93
Skírnir
Um Æverlinga
91
Sumarlönd og sellönd hafa aftur á móti verið góð „fyrir norð-
an háls“ og Blanda runnið vestar, a. m. k. undan Móbergi,
sem enn á hólma vestan aðalálsins, auk þess sem Jarðabókin
telur slægjur hafa eyðilagzt norðan Móbergsbrekkna vegna
áhlaupa árinnar.
Nafn á bæ Ævars er hvergi nefnt, og er af því sprottinn
sá misskilningur, sem m. a. hefur komizt inn í héraðslýsingu
Ferðafélagsins af Skagafirði, að Litla-Vatnsskarð sé sama sem
Ævarsskarð. Þvi hafa verið friðlýstar tóftir þar, sem kallaðar
eru Ævarstóftir, en er afbökun úr Evertstóftir og kenndar
eru við danskan verzlunarmann frá Hofsósi, sem þar varð
úti skömmu fyrir 1780. Litla-Vatnsskarð var fram á 18. öld
hjáleiga frá Móbergi með óskiptum úthaga og hefur aldrei
verið höfuðból. Ævarsskarð er án efa skarðið, sem Svartá
fellur um vestur í Blöndu, þótt það nafn hafi fallið niður
í bili, er landnámsjörð Ævars fékk heitið Bólstaðarhlíð.
Jarðirnar á Laxárdal eða „fyrir norðan háls“ hafa á land-
námsöld og lengur verið afrétt eða sellönd (sbr. Hallfreðar-
sögu). Þær eru nú allar þar fremra í eyði nema Gautsdalur
og Þverárdalur.
Það tekur enn betur af allan vafa í þessu efni, að Ævar
er sagður hafa numið land allt ofan til Ævarsskarðs, en ofan
að Bólstaðarhlíð liggja vegir úr þremur höfuðáttum, og i þá
fjórðu niður til Langadals. Engum dettur aftur á móti í hug
að segja ofan í Litla-Vatnsskarð, nema prílað hafi verið upp
á hæstu fjallagnípur, heldur er talað um að fara upp í það
skarð. Það er vonandi, að vitleysan um bústað Ævars verði
kveðin niður fyrir fullt og allt og því hefur verið fjölyrt
um hana hér.
Véfröður, sá eini skírgetni sonur Ævars, sem getið er, kom
út síðar, sennilega eftir lok landnámsaldar. Segir arfsögnin,
að karl hafi ekki þekkt hann og þeir flogizt á, svo að allt
varð undan að láta. Það hefði ekki ókunnugur maður leyft
sér við sveitarhöfðingja, heldur hefur drengurinn verið í
fóstri og ekki fullvaxinn, er Ævar hélt til Islands, og karl
viljað reyna krafta hans.
Nú þekkjast aðeins ættir frá einu barni Ævars auk Vé-