Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 55
Skírnir Islenzkir nafnsiðir og þróun islenzka nafnaforðans 53
mjög mikilvæg til þess að auðkenna menn, umfram það
sem unnt er með eiginnöfnum einum og kenningu til föð-
ur. Vegna þess hve algengt er, að menn heiti sama nafni,
er nauðsynlegt að auðkenna þá nánar, og er algengast
hér á landi, að það sé gert með því að kenna þá til föður.
En með því að sama máli gegnir um föðurnöfnin, að þau
eru mörg samnefni, þá verða fjöldamargir samnefndir
þrátt fyrir það (bæði með sama eiginnafni og föðurnafni).
Ef menn nú auk þess kenna sig til ákveðinnar ættar með
ættarnafni, þá fækkar samnefnunum mjög mikið eða
hverfa jafnvel.“
Hér er vikið að því atriði, að bæði kerfin, föðurnafnakerfið
og ættarnafnakerfið, séu notuð sameiginlega, eins og tíðkast
í sumum löndum. Þannig myndi t. d. Jón, sonur Árna Briem,
ekki heita annaðhvort Jón Árnason eða Jón Briem, heldur
Jón Arnason Briem.
Vafalaust er það rétt hjá Þorsteini Þorsteinssyni, að sam-
nefndir menn með ættarnafni noti föðurnafnið eða skamm-
stöfun þess til aðgreiningar. En hitt er líka mikill siður —
og að mínu viti góður siður — að samnefndir menn aðgreini
sig eða séu aðgreindir með stöðuheiti. Þessa hefi ég einnig
orðið var í löndum, þar sem ættarnöfn eru allsráða. Ég hefi
meira að segja tekið eftir, að stöðuheitið má sín meira en
skírnarnafnið í sumum löndum, t. d. er svo í símaskrám í
Svíþjóð.
Alexander Jóhannesson hafði mesta sérstöðu, að því er
varðaði afstöðu til ættarnafna. I séráliti hans segir m. a.:
„Flest islenzk ættarnöfn eru málspjöll og munu þau,
er tímar líða, valda skemmdum á tungu vorri, t. d. á
þann hátt, að tvö föll verði notuð í stað fjögurra, eins og
þróunin hefur orðið í öðrum germönskum málum (nefnif.,
þolf. og þáguf. eins, eignarfall með s-endingu), eða jafn-
vel aðeins eitt. . . .
Á fyrstu fundum nefndar þeirrar, er unnið hefur að
frumvarpi þessu, lýsti ég yfir skoðun minni, en hún er
sú, að banna skuli ættarnöfn og kenna sig við föður sinn,
eins og tiðkazt hefur frá uppbafi Islands byggðar. Hins