Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 125
Skírnir
Um siðskiptin
123
Reyndar var Lúther ekki sá fyrsti, sem þetta sagði, hvorki
í Þýzkalandi né annars staðar. Og síðar varð hann forviða að
komast að raun um, hversu marga fyrirrennara hann hafði
átt. I sjálfu sér var hér ekkert nýtt á ferð. Hér var aðeins um
eina mynd kristinnar hugsunar að ræða, eins og kemur fram
hjá Ágústínusi kirkjuföður, sem leggur áherzlu á almætti
Guðs og lítilmótleik mannsins. Og þá er skemmst að minn-
ast, að Lúther var Ágústínusareinsetumunkur. En þá má
spyrja, hvernig á því skuli standa, að þessi leitandi munkur
í klefa sínum, að lausn vandamála lífsins, skuli á árunum
1517—20 verða sá maðurinn, sem hæst gnæfir í Þýzkalandi.
Ástæðan er sú, að heiðarleiki Liithers og áköf löngun að
tjá öðrum þau sannindi, sem hann hafði fundið, komu hon-
um til að opinbera boðskap sinni á þeirri stundu, sem þjóð-
félagsástæður í Þýzkalandi gerðu að verkum, að þessi hinn
nýi boðskapur setti allt í bál og brand. Lúther, sem í klefa
sinum hafði barizt við sál sína til að taka himnariki með
áhlaupi með vanaaðferðum kaþólskunnar, hafði komizt að
raun um, að annað væri réttara, en leið kaþólskunnar leiddi
menn afvega, og þá lá Þýzkaland allt fyrir fótum hans.
Það má að sönnu segja, að Lúther olli aðeins að hálfu sið-
skiptunum, að öðru leyti stöfuðu þau af ástandi þjóðfélagsins í
Þýzkalandi 1517. Á miðöldum hafði Þýzkaland verið auðugt
land, ásamt ftaliu. Og enda þótt verzlunin væri nú að hverfa í
norðvestur- og vesturátt, voru miðstéttirnar enn auðugar, þótt
afleiðingar hinna miklu landaíunda Evrópumanna væru farn-
ar að setja sín spor og Þýzkaland væri á niðurleið i annars
flokks stórveldi. Miðstéttirnar höfðu þrátt fyrir allt ekki bol-
magn til þess að sameina landið í eina heild. Lengst komast
þær í því að efla furstana, hvern í sínu ríki. En kirkjuhöfð-
ingjarnir héldu stórum lénum innan um furstadæmin, sum-
um af beztu löndum Þýzkalands, og þaðan runnu árlega
miklar tekjur til páfastólsins. Og svo voru ríkisriddararnir,
sem eingöngu áttu sér keisarann fyrir yfirmann og höfðu
haft hlutverk innan lénsskipulagsins forna sem hermenn, en
voru nú nánast neyddir til að hafa framfæri sitt af ránum.