Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 139
Skírnir
Árið 1000
137
Ölafs konungs Tryggvasonar, og það er greinilega síðarnefndi
atburðurinn, sem Ari tímasetur vafningalaust árið 1000.
Jafnvel þótt í inngangi kaflans um kristnitökuna hafi verið
skýrt frá, að Ólafur konungur væri einn af frumkvöðlum
trúarskiptanna, er ekki að finna neitt orsakasamhengi milli
dauða Ölafs Tryggvasonar og kristnitökunnar á Jslandi. Þar
sem Alþingi kom saman á ákveðnum tíma ár hvert, um það
bil er þrjár vikur voru af júní, hlýtur ákvörðun þingsins um
kristnitökuna að vera tekin siðast í júní. Þess vegna voru trú-
arskipti íslendinga þegar lögfest, er Ólafur konungur Tryggva-
son féll þann 9. september sama sumar. I Islendingabók er
því eingöngu um tímatengsl að ræða milli kristnitökunnar og
falls Ölafs konungs.
Sem fyrr segir veita hinar föstu tímasetningar Islendinga-
bókar öðrum tímasetningum bókarinnar eins konar aðhald.
Föstu tímasetningarnar beinast að einstökum burðarásum
verksins. Sú fyrsta þeirra er ártalið 870, sem notað er sem
viðmiðun ársins 930, eins og einnig segir um árið 1000, að
þá voru liðnir 130 vetur frá árinu 870. I föstum tímasetning-
um atburða eftir 1000 miðar Ari við það ártal í stað 870, svo
sem ártölin 1030 og 1080. I þessu sambandi er það athyglis-
vert, að allar tímasetningar miðaðar við árið 1000 vísa ber-
um orðum til falls Ólafs Tryggvasonar, en ekki kristnitök-
unnar. Þannig er skýrt frá, að Ólafur Tryggvason félli árið
1000, 130 vetrum eftir dráp Eadmundar Englakonungs, að
Ólafur konungur Haraldsson félli 30 vetrum eftir fall Ólafs
Tryggvasonar, og enn fremur, að Isleifur biskup andaðist 80
vetrum eftir fall Ólafs T’ryggvasonar. Tímatali Islendingabók-
ar lýkur árið 1120, og þess er getið, að á því ári væru liðnir
250 vetur frá drápi Eadmundar konungs og 120 vetur frá
falli Ólafs Tryggvasonar. Að ártalið 1000 var fyrst og fremst
sett í samband við fall Ólafs Tryggvasonar, en ekki við kristni-
tökuna, kemur að nokkru leyti fram af texta Islendingabókar
og einnig af þremur umræddum tilvikum, þar sem atburðir
eru fast tímasettir eftir þeim vetrafjölda, sem liðinn er frá
falli Ólafs Tryggvasonar. Á hinn bóginn er ákvörðun Alþingis
um kristnitökuna aldrei notuð sem grundvöllur að tímatals-