Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 122
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON:
UM SIÐSKIPTIN.
( H áskólaf yrirlestur ).
Svo er talið, að á þessu ári séu liðin 450 ár frá siðskiptun-
um, nánar tiltekið hinn 31. október síðastliðinn, og að upp-
hafsmaður þeirra sé Marteinn Lúther. Hér er um gamla venju
að ræða, því í sjálfu sér kynni að mega henda á önnur ártöl,
sem væru þýðingarmikil. Frá sjónarmiði háskóla er ofur-
eðlilegt að leggja áherzlu á ártalið 1517, því einmitt þá lagði
hann fram hinar 95 greinar sínar samkvæmt akademisku
frelsi sínu til sóknar og varnar málstað sínum, árásinni á
aflátssölu Jóhanns Tetzels.
Það hefur löngum verið talið, að Lúther hafi í fylgd með
ritara sinum, Jóhanni Schneider, kölluðum Agricola eða hónd-
anum frá Eisleben, fæðingarhorg Lúthers, neglt hinar 95
greinar á latínumáli stuttu fyrir hádegi á norðurdyr hallar-
kirkjunnar í Wittenberg. Hvað sem líður sögulegum sannind-
um um tíma og stað þessarar gjörðar, þá er það staðreynd,
að Lúther sendi vinum sínum endurrit þessara greina sinna
hinn 11. nóvember, og komu þær út á prenti í þeim sama
mánuði í Leipzig og Magdeburg, og stuttu síðar í Núrnberg
og Basel.
Aðferð þessi, að auglýsa umræðuefni á norðurdyrum þess-
arar kirkju, var engan veginn óvanaleg Það var alvanalegt
í háskólalífinu, og Lúther var þess fullviss, að hann myndi
hljóta stuðning páfa, þegar hann hefði flett ofan af misnotk-
un aflátsins. Hann hafði varla hugmynd um það þá, hversu
víðtækar afleiðingar myndu verða af þessari gerð hans, enda
er inngangurinn að greinunum 95 einfaldur og hógvær, og
mætti leggja hann út eitthvað á þessa leið: „Vegna mikillar
löngunar til að leiða sannleikann í Ijós mun það, sem hér er