Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 37
Skírnir Islenzkir nafnsiðir og jm'nm islenzka nafnaforðans
35
suniu leyti aðrir en meðal þeirra, sem þéra, einkum að því
er varðar notkun ættarnaína. Þúendur nota miklu meira skírn-
arnöfn en þérendur. Þær reglur, sem ég gef, eru yfirleitt mið-
aðar við sæmilega kurteisa þérendur, nema annars sé getið.
Þetta stafar ekki af því, að ég telji minna máli skipta, hverj-
ir nafnsiðir þúenda eru. Því fer fjarri, enda munu þcir miklu
fleiri. Ástæðan er sú, að ég hefi minna athugað þetta atriði.
En athugum nú helztu þætti íslenzkra nafnsiða með þeim
takmörkunum, sem að framan getur.
I. Aðalreglan er sú, að skírnarnafn er aSalnafn. Það er
notað í umtali um fólk, í ávarpi, og má sleppa eftirnafni, sér-
staklega í ávarpi; í umtali er eftirnafnið vitanlega notað með,
ef þörf krefur. Slikt er fátíðara í ávarpi.
Frá þessari aðalreglu eru þó veigamiklar undantekningar.
Ef menn bera ættarnafn, er þaS stundum fremur en skírnar-
najn noldS í umtali og ávarpi. Sem dæmi mætti nefna: pró-
fessor Dungal, prófessor Hjaltalín, prófessor Nordal og séra
Rafnar.
Af dæmunum kynnu sumir að álykta, að notkun ættar-
nafnanna væri háð því, að forsettur titill fylgdi. Það má vera,
að þessi notkun sé tíðari í slíkum tilvikum, en sú regla er
ekki einhlít. Ég minnist þess t. d., að Valdimar Steffensen á
Akureyri var oft manna á meðal kallaður Steffensen læknir,
en ekki Valdimar. Þá ber þess að geta, að um erlenda menn,
sem hér búa, t. d. erlenda sendiherra, er yfirleitt notað ættar-
nafn.
Þó eru mörg dæmi um íslenzka menn, sem ættarnafnið
festist ekki við sem aðalnafn. Þannig var Ólafur Thors yfir-
leitt kallaður Ölafur, en ekki Thors, Vilhjálmur Þór Vil-
hjálmur, en ekki Þór, og Vilhjálmur Þ. Gíslason Vilhjálmur,
en ekki Gíslason. Athyglisvert er, að forsettur titill hefir ekki
tengzt nöfnum þessara manna. En það er vafalaust fleira en
staða titilsins, sem hér kemur til greina. Eitt er kunnleiki
persónunnar. Þannig var prófessor Níels Dungal kunnastur
sinna bræðra og ættarnafnið jafnframt tíðhafðara um hann
en hina bræðurna. Annað atriði er aldur ættarnafnsins. Svo
virðist sem notkun ættarnafna í ávarpi og umtali sé í rénun.