Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 28
26
Elias Bredsdorff
Skirnir
Engin vinslit er bersýnilega um að ræða milli H. C. Ander-
sens og Dickens — nema síður sé, því að í síðasta bréfi sínu
skrifaði Dickens mjög vingjarnlega og lofaði að skrifa aftur:
„Þegar ég kem heim, ætla ég að skrifa yður aftur.“ En hann
gerði það bara ekki.
Reyndar höfðu áður verið löng hlé á bréfaskiptunum. En
þegar Dickens svarar ekki hverju bréfinu á fætur öðru, hlýt-
ur maður að spyrja, hver sé ástæðan til svo skorinorðrar
þagnar. Allir enskir Dickens-fræðingar hafa hingað til fall-
izt á þá skýringu, að Dickens hafi verið orðinn dauðleiður á
þeim mörgu vinum, sem Andersen sendi á næstu árum til
Englands með kynningarbréf til Dickens upp á vasann.
„Margir voru gestirnir, sem börðu að dyrum hjá Dickens með
kynningarbréf, undirskrifuðu af Hans Christian Andersen“,
skrifar Una Pope-Hennesy árið 1945 í bók sinni um Dickens.
En ég hef getað sannað með skjalagögnum, að þessi „mörgu“
kynningarbréf eftir 1857 voru að öllu samanlögðu tvö, nefni-
lega eitt handa Grími Thomsen og eitt handa St. Bille, sem
var ritstjóri danska Dagblaðsins. Og hvorugur þeirra hitti
Dickens.
En til er önnur skýring, sem enskum Dickens-fræðingum
hefur sézt j'fir. Þegar H. C. Andersen kom heim til Danmerk-
ur, skrifaði hann greinaflokk í Berlingske Tidende undir fyr-
irsögninni „Heimsókn hjá Charles Dickens 1857“. f Dan-
mörku kom þessi lýsing fyrst út í bókarformi 1860 í „Beise-
skizzer og Pennetegninger“, en í Þýzkalandi var hún í bók,
sem út kom hjá bókaforlagi í Leipzig 1860 og bar titilinn
„Aus Herz und Welt“. Um þessa þýzku útgáfu var skrifað
í ágúst 1860 í enska tímaritið „Bentley’s Miscellany11, en því
tímariti hafði Dickens sjálfur á sínum tíma stjórnað og farið
frá því i reiði. f þessum ritdómi var þetta skrifað með vand-
lætingu um heimsókn hans hjá Dickens: „Oss þóknast ekki,
hversu hann niðist á einkatrúnaði.“ Varla fer hjá því, að
Dickens liafi séð þennan ritdóm í Bentley’s Miscellany, og
það er mjög vel hugsanlegt, að hann hafi reiðzt Andersen
— ekki af því, að heimilislífi Dickens sé lýst óvinsamlega,
lieldur af því, að honum var óþökk á að láta útmála unaðs-