Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 115
Skírnir
Islenzk fræði i Tjekkóslóvakíu
113
Aðeins einn maður varð fyrir vonbrigðum með sögu Zey-
ers. Það var þáverandi prófessor í þýzku við háskólann í
Praha og lærifaðir minn, Arnost Kraus, einn þeirra, sem létu
lífið í Terezín-fangabúðum nasista. I ritdómi sínum átaldi
hann Zeyer fyrir óraunsanna mynd hans af íslenzku mann-
lífi um aldamótin 1000. Boðendur hinnar nýju trúar hafi ekki
verið boðberar kærleikans, heldur Germanar sinnar skálm-
aldar. Zeyer gefur einnig villandi mynd af íslenzkri náttúru.
T. d. lætur hann Skarphéðin binda hest sinn við eikartré, og
hér bætir ritdómarinn við í hæðnistón: hví ekki við döðlu-
pálma? E. t. v. má segja, að hér hafi ritdómarinn rétt fyrir
sér. Slík smáatriði sem þetta hljóta að koma illa við þann,
sem þekkir íslenzka náttúru. En í aðalatriðum er gagnrýnin
af misskilningi sprottin. Zeyer ætlaði ekki að skrifa neina
sannsögulega skáldsögu og gat, það ekki heldur. Hann var
rómantískur í eðli sínu sem athæfi. Bók hans er rómantísk
skáldsaga og ekki af lakara taginu, vel til þess fallin að vera
texti í stóru óperuverki. Sagan fékk líka góðar viðtökur al-
mennings.
Loks skal minnzt á tjekknesku útgáfuna á Völsunga sögu
frá 1960. Þessa útgáfu, sem var hugsuð sem handbók handa
stúdentum í germönskum fræðum, eigum vér að þakka pró-
fessornum í þeirri grein við háskólann í Brno, Leopold Za-
tocil. tJtgáfunni fylgir rækilegur inngangur og íslenzkt-tjekk-
neskt orðasafn. Þetta er algerlega fræðilegt verk, sem gerir
engar listrænar kröfur, hvorki í bundnu máli né óbundnu.
Þegar ég tók að fást við mínar þýðingar, spurði ég sjálfan
mig, á hvaða sögu ég ætti nú að byrja, til þess að vekja og
vinna áhuga lesenda á þessari tegund bókmennta. Ef mér
tækist vel upp í fyrstu, var von til, að áframhald gæti orðið.
En ef illa er af stað farið, er vonlaust að fá forlag til frek-
ari útgáfu. Mér leizt bezt á Grettis sögu eða Gísla sögu,
bæði vegna þess hve vel þessar sögur rekja sig og eins vegna
hins, að hinn seki skógarmaður nýtur líka mikilla vinsælda
í bókmenntum vorum og munnmælum. Þjóðsögunni um slóv-
akíska skógarmanninn Janosík var snúið í söguljóð af slóvak-
íska skáldinu Botto, og tjekkneski leikritahöfundurinn Mahen