Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 114
112
Ladislav Heger
Skírnir
torvelt er að átta sig í þessum nafnaskógi. Þess vegna hafa
tjekknesku skáldin tvö, sem notað hafa efni úr Islendinga sög-
um, einfaldað þær.
Skáldið Jaroslav Vrchlický, gáfaður maður og afkastamik-
ill, hefir notað Jómsvíkinga sögu sem heimild að söguljóði
sínu um Vineta, sem er slavneska nafnið á Jómshorg, en fer
frjálslega með lýsinguna á sambýli víkinga og slavnesku
íbúanna. Þetta skáldverk kom út 1906.
Samtímamaður Vrchlickýs, Julius Zeyer, gerði álíka róm-
antíska umbreytingu á Njáls sögu 1895 og gaf nafnið Ragna-
rökkur. Hann gerir gagngerar breytingar, einfaldar allt. Þetta
verður saga ódæðisverka og ástarharma. I fyrsta og öðrum
kafla snýst allt um Hallgerði og ást hennar á Skarphéðni.
En með því að Skarphéðinn kann enga ást á móti, snýst hug-
ur hennar í logandi hatur gegn honum. Hún leitar hefnda
og linnir ekki fyrr en hún hefir grandað honum og fjölskyldu
hans, eins og Brynhildur Sigurði í Eddu og Guðrún Kjart-
ani í Laxdælu. Ást og hatur Hallgerðar eru meginatriðin,
sem allt verður að lúta. Mörgu er sleppt og margt fært úr
stað. Hallgerður Zeyers er aðeins tvígift. Fyrri maður henn-
ar er Þorvaldur, sem Þjóstólfur drap, því að hann felldi hug
til Hallgerðar. Skarphéðinn verður svo banamaður Þjóstólfs,
en ekki Hrútur. Zeyer lætur Hallgerði koma því til leiðar,
að Þorgeir Starkaðarson fer til hestavigsins, þar sem þeir
Gunnar etja hestum sínum, og verður svo valdur að falli
Gunnars. Eftir það leitar hún ásjár Þorgeirs, sem tók þátt í
aðförinni að Gunnari. Þegar Skarphéðinn hefir vegið Þorgeir
— ekki eingöngu af tryggð við Gunnar, heldur einnig af af-
brýðissemi —, fær hún Flosa, sem Zeyer lætur vera ættingja
Starkaðar, föður Þorgeirs, til þess að koma fram hefndum
á Skarphéðni og skylduliði Njáls öllu. Hvergi er minnzt á
deilur Njálssona við Þráin Sigfússon, né heldur á afdrif Helga,
og Hildigunnar er að engu getið. Kristnitakan hjá Zeyer er
ekki knúin fram af Noregskonungi, heldur af sálrænni þörf
fyrir trú á kærleikann á tímum blóðugra bardaga og trúar-
legrar og siðferðislegrar hnignunar. Þetta er eins og í Helga-
felli Kristmanns Guðmundssonar.