Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1967, Side 157

Skírnir - 01.01.1967, Side 157
Skirnir Ritfregnir 155 sjónarmið. En ég verð að telja mikinn galla, að uppdráttur af Reykjavik skuli ekki fylgja. Hins vegar er ómetanlegur kostur, hve margar myndir eru i ritinu, bæði af mönnum og stöðum. Ég veit ekki, hvort kveikjan að þessari bók er hið langa rit Kristjáns Albertssonar um Hannes Hafstein. En hún fjallar að ýmsu leyti um sama efni, en frá ólikum sjónarhól. Þorsteinn er þvi yngri maður, að hann sér atburði sjólfstæðisbaróttunnar í meiri fjarska. Það er, að ég hygg, að flestu leyti kostur. Annað er það, að bók Þorsteins er ekki í ævisagnastíl. Hún er ekki hetjusaga eins og bók Kristjáns. Einn af kostum ritsins, að mínum dómi, er sá, að bókin er rituð frá víðara sjónarhól en margt, sem um þetta tímabil hefir verið skrifað. Við fáum að vita allmikið um hagsögu tímabilsins, svo sem verðlag og kaup- gjald, um lif fólksins í Reykjavik á þessum tíma. Og það, sem ef til vill varðar meira: Höfundur tengir atburði Islandssögunnar atburðum í stjórn- málasögu Dana. Þetta hefir að vísu verið gert áður, en margir menntaðir fslendingar halda enn í dag, að ýmiss konar þref og önnur barátta is- lenzkra stjórnmálamanna á þessum tíma hafi ein ráðið úrslitum í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Sé það fjarri mér að gera lítið úr þessari bar- áttu. Hún var ómetanleg. Andspyrna Dana stafaði ekki heldur af neinni mannvonzku. Danir eru — svo að varlega sé talað — ekki verri þjóð en aðrar þjóðir. Það voru stefnur úti i heimi: þjóðernisstefna, lýðræði og þingræði, sem hvorki áttu upptök á íslandi né í Danmörku, sem að veru- legu marki ákváðu sögu beggja þessara þjóða. Þetta atriði gleymist oft í hátiðlegri vímu yfir hetjudáðum íslenzkra stjórnmálamanna. Ég skal játa, að mér virðist útsjón höfundar ekki nógu víð — hann hefði mátt liafa allrækilegt yfirlit um þær byltingar og þá hugarfarsbreytingu, sem urðu í stjórnmálum Evrópu á 19. öld og varð íslenzkum baráttumönnum styrk stoð í sókn þeirra að markinu. En auk þess má ekki gleyma, að fom ís- lenzk menning og ekki sizt íslenzk tunga var þeim ómetanlegt vopn í baráttunni. En sem sé, ég tel höfund hér á réttri leið. Annað atriði, sem mjög hefir sett svip á bækur og ritgerðir um þetta timabil, er þjark um persónuleika einstakra stjómmálaforingja. í sumra augum var Björn Jónsson djöfull, en Hannes Hafstein guð, en aðrir hafa þveröfuga skoðun. En þetta er engin sagnfræði. Ég neita þvi ekki, að per- sónuleiki einstakra stjórnmálamanna skipti miklu máli. En hafa verður í huga, að allir menn hafa galla, en jafnframt kosti. Þessir ágætu menn vom undir sömu sök seldir. Frá sagnfræðilegu sjónarmiði verður hins vegar fyrst og fremst að meta þá eftir stefnu þeirra, en stefna í stjóm- málum orkar oft tvimælis á sínum tíma og verður betur dæmd eftir á. Ég efa ekki, að bæði Bjöm Jónsson og Hannes Hafstein hafi viljað þjóð sinni vel. Höfundur bókarinnar reynir að skoða menn og málefni i hlut- lægu ljósi, segja kost og löst. Hann er ekki haldinn þeirri guðstrú og djöflatrú á mönnum og málefnum þessara tima, sem margir hafa ekki enn getað losað sig við. Ég þykist að vísu sjá, hvar samúð höfundar er,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.