Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 90
88
Harald L. Tveterás
Skírnir
vildi ekki veita hátíðlegu ávarpi viðtöku í hversdagsfötunum.
Stundarfjórðungi síðar kom hann aftur í lafafrakka. Hann
var skjótráður og breytingagjarn, en hann unni reglu, og
skipulag og snið varð að vera á öllu.
Hin mikla ræða hans á Skamlingsbanken 1906, þegar hann
hafði náð sáttum við óvini sína um gjörvöll Norðurlönd, gaf
honum þá fegurstu kveðjustund, sem veitzt gat eindregnum
norðstefnumanni. Áheyrendur voru 15.000, flest Suður-Jótar.
Til er mynd af honum í ræðustólnum með mikla, hvíta hárið,
arnarnefið, festulegan munnsvipinn, höfuðið nokkuð sveigt
aftur. Ennþá skoraði hann ákaft á Norðurlönd að taka hönd-
um saman til að gæta sameiginlegra áhugamála. Og sjón hans
náði lengra. Hann færði sönnur á nauðsyn stærra sambands,
sem leiddi til þess heimsfriðar, sem mannkynið þráði mest.
1 kvæðinu SiSasti söngur segir Björnson frá því, hverjum
augum hann leit á skáldskap sinn:
Jeg levde mere end jeg sang,
jeg tanker, harm og jubel slang
omkring mig hvor jeg gæsted’;
at være hvor det netop gjaldt,
det var mig næsten mer end alt
som ved min pen blev fæstet.
(Ég lifði fleira en ljóðasöng,
ég lyfti hug í gleði og þröng
hvar helzt um lönd, sem lá ég;
að standa þar sem stríð varð bert
mér stundum þótti meira vert
en allt, sem ritað á ég.)
Hér var ekki um listina, heldur lífið að tefla. Björnson
varð að berjast fyrir mörgum málum, sem vörðuðu líf og
dauða, og hann hlífði sér aldrei. Það mál, sem honum stóð
næst, var eflaust málefni Norðurlanda. 1 tímans rás hafa
margir verið hlynntir hugmyndinni um sterka norræna
samvinnu, en varla hefur nokkur gengið á hönd Norður-
landa-hugsjóninni af svo heilum huga, svo sjálfum sér sam-