Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 14
12
Elias Bredsdorff
Skírnir
hann þess áskynja, sér til mikillar undrunar, að hann var
þar helzta bókmenntastjarna dagsins, og enska yfirstéttin,
sem reyndar var að öðru leyti hýsna óbókmenntalega sinn-
uð og snobbgefin, snerist svo mjög í kringum hann, að hann
varð að verja allt of miklu af tíma sínum og þreki í matar-
boð og dansveizlur hjá hertogum og lávörðum, sem kepptust
um að fá að halda sýningu á þessum merkilega furðugrip,
sem þeir höfðu uppgötvað. En í þessum hópi hitti H. C. And-
ersen engin ensk skáld. „Dickens hefur skrifað í Punch, og
þarafleiðandi er ekki hægt að umgangast hann,“ sagði erfða-
stórhertoginn af Weimar við H. C. Andersen í London.
Andersen og Dickens hittust í fyrsta skipti hinn 16. júlí
1847 hjá lafði Blessington í Gore House, Kensington, þar sem
Albert Hall er nú. Lafði Blessington var utangarðs hjá ensku
yfirstéttinni, bókmenntasinnuð greifafrú, sem ekki var nefnd
á nafn meðal þeirra hávirðulegustu, því að vitað var, að hún
bjó með tengdasyni sínum, d’Orsay greifa, „the last of the
dandies“. En Dickens samneytti henni, og nú kom hann utan
af landi til að taka þátt i samkvæmi, sem hún hélt til heiðurs
H. C. Andersen. Sjálfur hefur Andersen lýst þessum fyrsta
fundi þeirra í „Ævintýri lífs míns“: „Ég sat og var að skrifa
nafn mitt og nokkur orð fremst í eintak af „True Story of
my Life“, þegar Dickens gekk inn, unglegur og fagur, með
gáfulegan, vingjarnlegan svip og mikið hár, sem skiptist til
beggja hliða. Við tókumst í hendur og horfðumst djúpt í augu,
töluðum og skildum hvor annan. Við vorum komnir út á
svalir, og ég var glaður og hrærður af að sjá og tala við
þann af núlifandi enskum skáldum, sem ég elskaði mest.
Tárin komu fram í augu mér. Dickens skildi ást mína og
aðdáun . . .“
Við þetta tækifæri bauð Dickens Andersen að koma til
morgunverðar í húsi sínu í London hinn 1. ágúst. En tveim-
ur dögum áður, hinn 30. júli, skrifaði Dickens Andersen og
tjáði honum, að hann yrði að afturkalla þetta boð. Af ýmsum
ástæðum gæti hann ekki flutt inn í húsið fyrr en um miðjan
ágúst, en þá vonaðist hann til að fá að sjá Andersen hjá sér.
Og daginn eftir kom Dickens á hótelið á Leicester Square,