Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 39
Skírnir Islenzkir nafnsiðir og þróun íslenzka nafnaforðans
37
dóttir ekki tekið upp ættarnafnið Snœvarr, eftir að hún gift-
ist Ármanni Snœvarr rektor.
Næst er rétt að beina athyglinni að því, hvernig málum er
háttað um þær konur, sem frá fæðingu hafa borið ættamöfn,
en gifzt mönnum, sem ekki bera ættarnöfn. Þessar konur hafa
um ýmsa kosti að velja. Ég hygg, að algengast sé, að þær
haldi ættarnöfnum sínum. Þannig kallast frú Gunnlaug Briem
áfram þvi nafni, eftir að hún giftist Bjarna Guðmundssyni,
og Sigríður Hafstað heldur óbreyttu nafni, eftir að hún giftist
Hirti Þórarinssyni, sem að vísu lagði niður ættarnafnið Eld-
járn. Um slikar konur er ekki notað ættamafn í umtali eða
ávarpi, heldur skírnarnafn, t. d. frú Gunnlaug, frú Sigríður
o. s. frv. Annar kostur, sem þessar konur hafa, er að taka upp
föðurnafn manns síns. Dæmi þess eðlis er það, að hið opin-
bera nafn konu prófessors Sigurðar Samúelssonar var Lúvísa
Samúelsson, þótt oft heyrðist hún nefnd Lúvísa Moller. Ég
hefi einnig heyrt frú Erlu Egilson kallaða Geirsson, í sam-
ræmi við, að maður hennar var Ölafur heitinn Geirsson lækn-
ir. f báðum þessum síðar nefndu tilvikum kann það að skýra
málið, að hjónin dvöldust skömmu eftir giftingu í Danmörku.
Þessar konur, sem tekið hafa upp föðurnöfn eiginmanna sinna,
munu ýmist ávarpaðar skírnarnafni eða eftirnafni manns.
Tilbrigði af þessum nafnsið er sá, að konur taka að vísu upp
föðurnafn manns, en halda upprunalegu ættarnafni sem milli-
nafni. Þannig sé ég, að þær dætur Eggerts Claessens skrifa sig
svo: Lára Cl. Pétursson og Kristín Cl. Benediktsson, hin fyrr
greinda gift Hirti Péturssyni, hin síðar greinda Guðmundi
Benediktssyni. Þriðji kosturinn, sem þessar konur hafa um
að velja, er að leggja niður ættarnafn við giftingu og kenna
sig til föður. Þetta mun vera fátítt. Dæmi er Margrét Schram,
sem eftir giftingu kallar sig Margrétu Gunnarsdóttur, þ. e.
kennir sig til föður (Gunnars Schrams). Maður hennar er
Helgi Hállgrímsson verkfræðingur.
Ég hefi af ásettu ráði sleppt úr nafnsiðum, sem skapazt
hafa um erlendar konur, sem gifzt hafa íslenzkum mönnum,
taldi eðlilegra að taka það atriði sér. Almenna reglan er sú,
að þessar konur taka upp síðara nafn manns sins, hvort sem