Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 137
Skírnir
Árið 1000
135
Björn M. Ölsen hefur andmælt þeirri skýringu Guðbrands,
að Ari hafi tímasett kristnitökuna einu ári fyrir fall Ólafs
Tryggvasonnr. Hann staðhæfir, að Guðbrandur hafi misskilið
ummæli Ara um aldur Halls. Sjálfur skýrir Björn M. Ölsen
ummælin þannig: „Það skal viðurkennt, að dauði Halls er
réttilega tímasettur árið 1089 og fæðing hans 995, en hann
deyr nú samt sem áður ekki fyrr en undir árslok 1089, nánar
tiltekið 11. nóv. og einnig gæti hann vel verið fæddur snemma
vors 995. Sé gert ráð fyrir þessu, verður hann ekki þriggja
ára, fyrr en um haustið 998 og hættir ekki að vera það, fyrr
en næsta haust. Á þennan hátt má vel skilja þau ummæli
Ara, að Hallur hafi verið skírður ári fyrir kristnitökuna og
hafi á því tímabili verið á tilgreindum aldri, að Ari hafi eins
og Sæmundur tímasett kristnitökuna árið 1000 og skírn Halls
árið 999.“
Þessi skýring á umsögn Ara um aldur Halls hefur hlotið
almenna viðurkenningu fræðimanna. Með henni féllst Björn
M. Ölsen á hina hefðbundnu túlkun á tímasetningu Ara á
kristnitökunni, og þar eð niðurstaðan var þannig fengin fyr-
ir fram, reið á að finna skýringu, sem gæti samræmt frásögn
Ara hinni fyrir fram gefnu niðurstöðu. Skýringin, sem til er
vitnað, grundvallast hreint og beint á ósannanlegri skýringar-
tilgátu varðandi þann árstíma, er Hallur fæddist. Þar að auki
gera útreikningar Björns M. Ölsens ráð fyrir, að Hallur og
Ari hafi talið aldur sinn á sama hátt og gert er nú á dögum,
þ. e. eftir fæðingardögum.
Frá lokum miðalda og allt fram til okkar daga virðist það
hafa verið venja á Tslandi, að menn teldu aldur sinn eftir
því, hversu margar jólanætur þeir hefðu lifað, og þannig var
jólanótt afmælisdagur allra.
Á dögum Ara töldu menn aldur sinn reyndar hvorki í
fæðingardögum eftir nútíma-skilningi eða í jólanóttum, held-
ur í heilum vetrum, sem lifaðir voru, og var þá veturinn tal-
inn frá um það bil miðjum októbermánuði til um það bil
miðs aprilmánaðar. Guðbrandur Vigfússon skýrir texta Is-
lendingabókar svo,' að aldur hafi verið talinn eftir fjölda
þeirra áramóta, sem lifuð voru, sem í þessu tilviki jafngildir