Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 43
Skírnir Islenzkir nafnsiðir og Jiróun islenzka nafnaforðans 41
Ég hefi spurt tvo presta hér sunnan lands, hvernig þess-
um málum væri háttað hér. Dr. Jakob Jónsson segir mér, að
þær tvær aðferðir, sem ég nú hefi nefnt, þ. e. að skíra föður-
nafni eða skíra tveimur nöfnum, þannig að síðara nafnið verk-
aði sem ættarnafn, séu langtíðastar. Ef skírt væri föðurnafni,
sagði dr. Jakob, að algengt væri, að móðir veldi föðumafn
sitt, eins og áður er að vikið, en stundum veldi hún önnur
nöfn. Sérstaklega sagðist hann minnast þess frá stríðsárunum,
þegar margt fæddist ástandsbarna, að þetta vandamál eða
svipað hefði verið miklu umfangsmeira en nú. Sumar mæð-
ur, sagði dr. Jakob, hefðu ekki viljað, að ensk ættarnöfn fest-
ust við börn þeirra og hefðu þá prestar látið óátalið, að skírt
væri föðurnafni, þótt ekki væri það í samræmi við nafnalög-
in. Ef hið enska nafn föðurins hefði verið þess konar, að sama
eða svipað nafn var til á íslandi, hefði verið gripið til þess
að mynda föðurnafn með -son af því. Ef faðir hefði t. d. heit-
ið Steven, hefði barnið verið skírt Stefánsson sem síðara nafni.
Til sama ráðs hefði einnig verið gripið, ef faðir hefði verið
fjarstaddur og ekki haft tækifæri til að viðurkenna faðerni
lögformlega. Um ástandsbörnin skal það tekið fram, að í flest-
um tilfellum var faðernið viðurkennt, en þessar aðferðir voru
notaðar, hvort sem svo var eða ekki. Séra Garðar Þorsteins-
son, prófastur í Hafnarfirði, segir mér, að hann hafi yfirleitt
ráðlagt mæðrum ástandsbarna að láta skíra þau föðurnafni
sínu, ef um sveinbarn var að ræða, en móðurnafni sínu, ef
um meybarn var að ræða. Ef móðir hefði t. d. heitið GuSrún
ÁrnacLóttir, dóttir hjónanna Árna SigurSssonar og Ásdísar
Jónsdóttur, hefði sveinbarn hennar verið skirt Arni SigurSs-
son og meybarn Ásdís Jónsdóttir. Tvínefnasiðinn, sem ég
minntist á áðan, að tíður væri um ófeðruð börn í Þingeyjar-
sýslum, kvaðst dr. Jakob þekkja vel, t. d. væri þá skirt nöfn-
um af gerðinni Jón Sævar, þ. e. reynt að koma því svo fyrir,
að síðara nafnið verkaði sem ættarnafn. Séra Garðar kann-
aðist einnig við þessa aðferð, en kvaðst aldrei hafa beitt henni
sjálfur. Hins vegar taldi hann, að ýmsir foreldrar veldu börn-
um sínum slík tvínefni beinlínis í því skyni, að þau væru
nefnd þeim, en föðurnafni sleppt, og væri þá um hjónabands-