Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 123
Skírnir
Um siðskiptin
121
skrifað, verða rökrætt í Wittenberg undir forsæti virðulegs
bróður Marteins Lúthers, magister artium et sacrae theologiae
og kennara í þessum fræðum. Hann biður því alla þá, sem
geta ekki verið viðstaddir og rökrætt við hann í mæltu máli,
að gjöra það í rituðu máli. I nafni drottins vors Jesú Krists.
Amen.“
Þessi einfaldi inngangur sýnir, að Lúther ætlaðist til, að af
stað kæmust rökræður innan hins akademíska ramma, en ætl-
aði ekki að hefja byltingu, sem kæmi Evrópu í uppnám og
markaði þáttaskil í sögunni. Sú varð samt raunin á.
1 forsögu Lúthers var ekkert, sem benti til, að hann yrði
ein af höfuðpersónum sögunnar síðar meir. Hann fæddist 10.
nóvember 1483 í Eisleben af frjálsum bændaættum. Faðir
hans var reyndar ekki bóndi, heldur námuverkamaður. Frá
sjötta árinu til hins fjórtánda var hann í skólanum í Mans-
feld, en þar á eftir í Eisenach, þar sem hann einkum stund-
aði latínu og var til húsa hjó fjölskyldu að nafni Cotta, þar
sem hann hjálpaði syni hjónanna við skólanámið og hafði
þann veg uppheldi sitt. Að náminu loknu í Eisenach kom
hann í apríl 1501 til háskólans í Erfurt, sem var í mjög góðu
áliti. Þar stundaði hann nám í heimspekideild í málfræði,
rökfræði og rökvísi, reikningslist og stjörnufræði auk hljóm-
listar og lauk námi sínu þar 1505 sem magister artium. Þar
kynntist hann fyrst ritum Aristótelesar. Það var vilji föður
hans, að hann héldi áfram námi við lagadeildina, sem var tal-
in æðri.
Nú gripu æðri máttarvöld að sögn inn í líf Lúthers. Um
sumarið 1505 varð sá voveiflegi atburður, að vinur hans var
drepinn af eldingu, þar sem hann stóð við hlið Lúthers. Þá
kallaði Lúther í dauðans angist: „Eljálpaðu mér, sancta Anna,
og ég skal verða munkur.“ Hér birtast drættir úr hugmynda-
sögu miðalda. Anna sjálf þriðja, amma hinnar guðlegu fjöl-
skyldu, var helzti bjargvætturinn, þegar hér var komið, og
nú varð Lúther Ágústínusareinsetumunkur í Erfurt gegn vilja
föður síns. Regla þessi er ein af föru- og prestmunkareglum
síðmiðalda og nokkuð ströng. Fyrstu prestsmessu sína söng
Lúther svo 2. mai 1507, og var faðir hans viðstaddur við tutt-