Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 161
SKÝllSLUIÍ BÚKMENNTAFÉLAGSINS
Aðalfundur
Hins islenzka bókmenntafélags var haldinn fimmtudaginn 28. desember
1967, kl. 17,15 í 1. kennslustofu Héskólans.
Þetta gerðist:
1. Forseti setti fundinn og lagði til, að dr. Jakob Benediktsson yrði
kjörinn fundarstjóri, en Einar Sigurðsson fundarritari. Var það samþykkt.
2. Forseti félagsins þakkaði traust sér sýnt með því að kjósa sig sem
forseta á siðasta ári. Hann flutti siðan skýrslu stjórnarinnar. Sagðist hann
leggja kapp á, að Skírnir kæmi sem fyrst út á næsta ári, og las greinar-
gerð frá ritstjóra, þar sem m. a. kom fram, að ritið mundi verða fullbúið
frá hans hendi um miðjan janúar. Forseti greindi frá efni Skírnis, en
kvað hann mundu verða í styttra lagi að þessu sinni. Ekki var fullráðið,
livaða fylgirit kæmi i ár, en í framtíðinni taldi forseti, að vel kæmi til
mála að breyta lil og hætta að gefa út fylgirit með þeim hætti, sem ver-
ið hefði.
Um Annála gat forseti þess, að freistað yrði að fá annan útgefanda
við hlið þess, sein fyrir er. Hann kvað ekki mikið óútgefið, en ritið yrði
mun útgengilegra, þegar allt væri komið, og hefði því um sinn verið
stöðvuð sala á einstökum heftum.
Forseti kvað hafa verið gerða áætlun um kostnað við að ljúka í einni
lotu ljósprentun á þvi, sem eftir er af Islenzkum gátum, þulum og skemmt-
unum. Síðan yrði hluti upplagsins bundinn og settur á markað. Þessi
framkvæmd mundi kosta allmikið fé.
Forseti kvað hafa verið rætt í stjórninni um önnur rit, en ekki væri
tímabært að fjölyrða um þau að svo stöddu.
Forseti sagði, að í framtiðinni væri ætlunin að gefa Skírni út áfram,
svo og eitt til tvö vönduð rit um íslenzkar bókmenntir og menningarsögu.
Allt væri þetta þó undir fjárhagsgrundvelli komið. Þann þétt kvað hann
óleystan, en málaleitunum um þau efni hefði verið vinsamlega tekið.
Húsnæðisleysi, sagði forseti, að væri nokkurt. Sem stæði geymdi félagið
bækur sínar í kjallara Hóskólabíós og 2 litlum herbergjum í húsi Bruna-
bótafélags Islands. Þessi skipan væri þó ekki til frambúðar, fá þyrfti fastan
samastað, þar eð flutningar séu mjög kostnaðarsamir. Að undanförnu hefði
farið fram könnun á bókabirgðum félagsins, og væri hcnni ólokið.
3. Gjaldkeri las upp reikninga félagsins fyrir siðasta ár, einnig reikn-
inga Afmælissjóðs og sjóða Margrétar Lehmann-Filhés. Því miður kvað
hann að þessu sinni ekki hafa tekizt, enn sem komið væri, að gera grein
fyrir nær 100 þús. króna útborgunum. Til þess lægi sú sérstaka ástæða,
að aðfaranótt ll.marz 1967 hefði húsnæði ríkisendurskoðunarinnar í húsi
Iðnaðarbanka Islands skemmzt mikið í eldi, en þar hefði í skrifstofuher-
bergi hans brunnið til kaldra kola skápur með skjölum og bókum, er vörð-