Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 102
100
Páll Kolka
Skímir
þannig: Húnröður — Halldóra — Vigdís — tJlfhéðinn —
Hrafn o. s. frv. Vigdís var gift Gunnari spaka Þorgrímssyni,
sem var lögsögumaður 1063—1965 og aftur 1075. Sonur þeirra
var Úlfhéðinn Gunnarsson, lögsögumaður 1108—-1116, faðir
Hrafns Úlfhéðinssonar, sem var lögsögumaður 1133—1138,
og sennilega einnig faðir Gunnars Úlfhéðinssonar, lögsögu-
manns 1146—-1155. Brynleifur Tohíasson taldi i Skagfirzkum
fræðum, að Gunnar spaki og þessir niðjar hans liefðu búið á
Víðimýri, en dr. Jón heitinn Jóhannesson kvað það mjög
ólíklegt og að ættin hefði verið hólföst i Þingeyjarþingi og
Eyjafirði. Steinn Dofri taldi líka, að Gunnar Úlfhéðinsson
hefði verið sonur Úlfhéðins Kollasonar á Víðimýri, og þaðan
er þetta komið inn í ísl. æviskrár. Það getur þó varla staðizt
tímans vegna, því að Úlfhéðinn hefur verið fæddur mjög
skömmu fyrir 1100, eins og áður er sagt, og sonur hans varla
haft aldur til að vera orðinn lögsögumaður 1146. Dr. Jón
Jóhannesson telur hitt líklegt, að Gunnar hafi verið bróðir
Hrafns Úlfhéðinssonar, sem sjá má á Sturl., 43. ættarskrá.
Steinn Dofri taldi konu Gunnars lögsögumanns hafa verið
systur Brands biskups og Hesthöfða son þeirra, en Hesthöfði
Gunnarsson átti systur Brands biskups samkv. berum orðum
Sturlungu. Þetta stendur í Isl. æviskrám, en nær ekki nokk-
urri átt, að feðgar hefðu átt sína systurina hvor — og það
biskupssystur — því að það hefðu verið óheyrileg sifjaspell
að kirkjulögum.
Sú tilgáta Steins Dofra, að Bergþór Hrafnsson, lögsögu-
maður 1117—1122, hafi verið sonarsonur Gunnars spaka og
Vigdísar, er aftur á móti sennileg. Hann hefur þá verið að
2. og 4. lið við þá bræður Hafliða Másson og Bergþór og
borið nafn þess síðarnefnda. Verður þá enn skiljanlegri sam-
vinna þeirra Hafliða og hans um ritun Vígslóða. Það er trú-
legt, að Bjarni prestur Bergþórsson hinn tölvísi, d. 1173, hafi
verið sonur Bergþórs lögsögumanns.
Hverjum var þá gift Halldóra Húnröðardóttir, ættmóðir
allra þessara lögspekinga? Þar er mjög sennileg tiigáta Steins
Dofra, að maður hennar hafi verið Hrafn á Lundarbrekku,
Þorkelsson háks, Þorgeirssonar Ljósvetningagoða. Ljósvetn-