Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 111
Skírnir
íslenzk fræði í Tjekkóslóvakiu
109
En snúum oss nú að efninu. Tjekkar hafa ætíð haft áhuga
á norrænum bókmenntum og hófu snemma þýðingar úr
norrænu. Revelation.es eða Opinberanir Birgittu, hins sænska
dýrlings, voru þýddar að henni lifandi þegar á 14. öld af
tjekkneska miðaldaheimspekingnum Tomás Stítný. En auð-
vitað var ekki farið að þýða úr íslenzku fyrr en löngu síðar.
Fyrsti íslenzki höfundurinn, sem þýtt var eftir á tjekknesku,
var Gestur Pálsson. Þrjár af smásögum hans komu út 1898
og 1907, þýddar af katólska prestinum Alois Koudelka, fágæt-
urn málagarpi, sem skrifaði undir dulnefninu Vetti. Hann var
læs á 30 tungumál a. m. k. og þýddi úr 24 málum. Mönnum
hefir talizt svo til, að þýðingar hans myndu fylla tuttugu og
tvö 250 blaðsíðna bindi. Vetti þýddi einnig Ofurefli o. fl. eft-
ir Einar Hjörleifsson Kvaran.
Þýðingar íslenzkra nútimabókmennta hófust þó fyrst að
ráði eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þýddar hafa verið 8 skáld-
sögur Kristmanns Guðmundssonar, sem var mjög vinsæll höf-
undur. Nokkrar þeirra komu út þrisvar—fjórum sinnum á ár-
unum 1936—48: Morgunn lífsins, Ströndin blá og Fyrsta vor-
ið (Den förste va.r). Gunnar Gunnarsson og Guðmundur
Kamban voru ekki síður vinsælir höfundar. Sjö skáldsögur
Gunnars Gunnarssonar komu út á árunum 1935—48, og skáld-
sögurnar Skálholt og Vítt sé ég land og fagurt eftir Guðmund
Kamban komu út nokkrum sinnum á árunum 1936—42. Þá
voru Nonnabækur Jóns Sveinssonar mikið lesnar og sumar
gefnar út hvað eftir annað.
Fyrsta skáldverkið, sem þýtt var eftir Halldór Laxness, var
Salka Valka. Hún var þýdd úr dönsku. Það er einkennilegt,
að þessi saga, sem þá var bönnuð í Þýzkalandi, kom út hjá
oss 1940, einmitt meðan landið var hernumið af nasist-
um. Aðrar skáldsögur Laxness komu út að ófriðnum lokn-
um: Sjálfstætt fólk 1949, Atómstöðin á tjekknesku 1957, á
slóvakísku 1959, Ljás heimsins á slóvakísku 1958, á tjekk-
nesku 1959, Islandsklukkan á tjekknesku 1955, á slóvakísku
1958 og Gerpla á tjekknesku 1962. Allar sögurnar voru þýdd-
ar úr dönsku eða sænsku. Leikrit Laxness, SilfurtungliÖ, hefir
verið sýnt á litla sviði leiknemanna við Listaháskólann í