Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 141
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON:
ATHUGASEMDIR.
I grein minni í Skírni 1966 „Þingvallafundur 1885 og bene-
diskan" er á bls. 56—57 getið ritgerðar Sigurðar Jónssonar
„Um stjórnarlög lslands“ í Andvara 1877.
I grein minni hefði þurft að geta þess, sem rannsóknir
Lúðvíks rithöfundar Kristjánssonar hafa leitt í ljós um for-
sögu Andvaragreinar Sigurðar.
Lúðvik Kristjánsson hefur leitt rök að því, að áður en Sig-
urður samdi ritgerð sína, hefur efni hennar verið rætt í At-
geirnum (leynifélagi Jóns Sigurðssonar manna i Kaup-
mannahöfn) og einnig borið undir meistara Eirík Magnús-
son í Cambridge. Snemma árs 1876 hefur uppkast að rit-
gerðinni verið sent Eiríki, og gerði hann við það athuga-
semdir, sem að nokkru leyti var farið eftir. Virðist hann
mjög hafa haft i huga stjórnarhætti í samveldislöndum Breta.
Mun mega telja Andvaragrein Sigurðar Jónssonar að efni til
árangur af samvinnu, sem fylgismenn Jóns Sigurðssonar
höfðu með sér. En hitt má eigi að síður telja vist, að i þeirri
ritgerð sé ekki neitt, sem Jón hafi verið andvígur.
Þar sem í grein minni (bls. 62—63) er getið þess áhuga
um stjórnarskrármálið, sem vaknaði með þjóðinni 1884, hefði
verið rétt að geta þeirrar hreyfingar, sem þá komst á málið
meðal almennings í Reykjavík og „Ins íslenzka þjóðfrelsis-
félags“, sem þar var stofnað í októbermánuði þess árs, en
stofnun félagsins var ráðin á samkomu þeirri, er haldin var
í Reykjavík á 10 ára afmælisdegi stjórnarskrárinnar. Fremst-
ir i flokki forgöngumanna um þá félagsstofnun voru Jón
Ólafsson skáld, þá eigandi og ritstjóri Þjóðólfs, og Þorlákur
0. Johnson kaupmaður. Þjóðólfur studdi félagið svo til einn
Reykjavíkurblaðanna, sem þá voru, en árið 1876 hafði Þor-