Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 127
Skírnir
Um siðskiptin
125
ingjunum og prelátunum og páfanum. Menn litu svo á, að
áhugi páfa beindist að Jjví einu að ná sem mestum tekjum
af Þýzkalandi, enda notaði hann bankastjóra og peningamenn
eins og Fugger til að safrta þeim saman. En hvorki virðing
fyrir keisaranum né hatur á kirkjunni var til fulls tjáning
óánægju og Jirár hinnar þýzku þjóðar. Það varð hlutskipti
Lúthers að vera um nokkurra ára bil ímynd og forysta J)jóð-
arinnar.
Siðskiptin urðu því til annars vegar vegna heilabrota Lúth-
ers og hugsunar um það, hvernig maðurinn mætti öðlast
hjálpræðið og hins vegar vegna þeirrar spennu, sem var i
hinni þýzku þjóð. Hvort tveggja náði hámarki og mættist 1517
vegna aflátssölu Jóhanns Tetzels. Hún var að vísu ekkert
nýtt fyrirbrigði og hafði fræðilegan grundvöll í búllu Klem-
enzar VI 1343, er nefnist Unigenitus eftir uppphafsorði sínu.
En Albrecht von Brandenburg, erkibiskup af Mainz, hafði
gefið prédikarabróðurnum Jóhanni Tetzel mjög ýtarleg erind-
isbréf um 1514, hvernig haga skyldi aflátssölu. Af því bréfi
er ljóst, að eigi var furða, þótt menn héldu sumir, að þeir
með fé gætu keypt sér himnaríkissælu án þess að dveljast
í hreinsunareldinum. En aðrir stórhneyksluðust á, að jafnvel
liinir framliðnu skyldu verða aflátsins aðnjótandi. Eigi minnk-
aði gremja manna við það, að bankakerfi Fuggers átti að sjá
um yfirfærslurnar á gjaldeyrinum, en það átti að halda hálf-
um tekjunum. Afgangurinn skyldi ganga til byggingar Pét-
urskirkju þeirrar, sem nú er í Róm. Að vísu var aflátssalan
ekki leyfð alls staðar í Þýzkalandi, þó í meiri hluta þess. Hins
vegar höfðu Frakkar og Englendingar þó nokkuð löngu áður
stöðvað fjárflótta úr sínum löndum til páfastólsins, og er það
nokkur skýring á því, hversu Þjóðverjum einum var uppsig-
að við peningasöfnun þessa.
Er Lúther negldi hinar 95 greinar sínar á kirkjuhurðina
í Wittenberg, Jiar sem hann réðst á aflátssöluna og hugmynd-
ina í heild um aflát, þá kunngerði hann ekki einvörðungu öll-
um Þjóðverjum það, sem fært hafði honum sjálfum huggun,
að hinn réttláti muni lifa fyrir trú, heldur opinberaði hann
einnig, hvernig Þjóðverjar voru féflettir af páfastólnum og