Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 38
36
Halldór Halldórsson
Skímir
Því eldri sem maðurinn er, því meiri líkur eru til, að um
hann sé notað ættarnafn. Þannig er t. d. prófessor SigurSur
Norctal venjulega kallaður Nordal, en synir hans, sem þó eru
báðir þjóðkunnir menn, miklu síður. Þó kemur fyrir, að til-
tölulega ungir menn eru ávarpaðir með ættarnafni. Þannig
heyrði ég t. d. veturinn 1966 í útvarpsþætti, að Benedíkt
Gröndal ritstjóri var hvað eftir annað ávarpaður Gröndal, en
ekki Benedikt. Þriðja atriðið er gerð nafnsins. Ættarnafnið
Þór er jafnframt til sem skírnarnafn, og kann það að orka á
móti notkun þess sem ættarnafns. Ættamafnið Gíslason ork-
ar hins vegar á menn sem föðurnafn, og hindrar það notkun
nafnsins sem ættarnafns. Ekkert þessara atriða, sem ég
nefndi, er einhlítt, svo mikil ósamkvæmni ríkir í þessum efn-
um, en ég hygg, að þau öll til samans gefi nokkra bendingu
um, hvar skýringar er að leita.
II. Ég hefi fram að þessu haldið mér eingöngu við ættar-
nafnanotkun, að því er varðar karlmenn. En nú skal vikið
að kvenfólkinu. Ógiftar konur halda ættarnöfnum sínum á
sama hátt og karlmenn, þ. e. um þær gilda sömu reglur eða
öllu heldur sama regluleysi og um karlmenn, þótt hér verði
ekki rakin dæmi.
Annað aðalsérkenni íslenzkra nafnsiða er það, að konur
halda óbreyttu nafni sínu eftir giftingu. Þótt Guðrún Áma-
dóttir giftist Jóni Guðmundssyni, heldur hún áfram að heita
Guðrún Árnadóttir. Þessi regla mun vera undantekningarlítil
eða undantekningarlaus, ef hvorugur aðiljanna hefir borið
ættamafn fyrir giftingu. En annað verður uppi á teningnum,
ef þessu skilyrði er ekki til að dreifa.
Fyrst er vert að athuga, hvernig málum er háttað um kon-
ur, sem giftast mönnum, sem bera ættarnöfn, en hafa sjálfar
ekki ættarnafn frá fæðingu. Algengast mun vera, að um kon-
ur, sem svo giftast, eru notuð ættarnöfn manna þeirra. Sem
dæmi mætti nefna, að Halldóra Ingólfsdóttir er kölluð Hall-
dóra Eldjárn, Vala Ásgeirsdóttir heitir Vala Thoroddsen og
Sofía Jónsdóttir hét Sofía Claessen eftir giftingu. En þessi
regla er ekki einhlít. Finna má dæmi þess, að konur taki ekki
upp ættarnöfn manna sinna. Þannig hefir Valborg SigurSar-