Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 89
Skírnir
Björnstjeme Bjömson og Norðurlönd
87
breiðslu í Finnlandi og voru svo heimaleg, að Finnar báru
fram þá kenningu, að það hlyti að stafa frá finnska blóðinu
í æðum Björnsons — í móðurætt hans voru reyndar forfeður,
sem virtust runnir frá Finnlandi. Um stund vildi Björnson
ekki styðja sjálfstæðisbaráttu Finna, því að hann var nógu
auðtrúa til að treysta friðarvilja Nikulásar keisara. Takmark-
ið var samt sem áður Ijóst — Finnland varð að snúa aftur í
hóp Norðurlanda.
f Rómaborg og París eignaðist hann finnska vini, einkum
myndhöggvarann Walter Runeberg, son skáldsins, og hann
fræddist meir um finnskar aðstæður. Þá skýrðist afstaða hans
til sjálfstæðisbaráttunnar, og þegar hann fór til Finnlands
1888 í fyrirlestraferð, var hann hvarvetna hylltur, svo að
eindæmum sætti. Hann virtist í augum Finnanna persónu-
gerving sjálfrar frelsishugsjónarinnar. Hæfileiki hans til að
finna orðum sínum stað, kom skýrt í ljós, þegar hann var
hylltur af þúsundum manna í Flelsingfors, og stúdentarnir
ruddu sér braut í gegnum mannþröngina með hvítu húfurn-
ar sínar til að syngja norska þjóðsönginn, og hann sagði í
þakkarræðu sinni, að „þessi hvíta rák, sem hann sá liðast
gegnum svart mannhafið, skyldi vera ljósgeisli í því myrkri,
sem kynni að mæta hinni finnsku feðrajörð á ókominni tíð.“
Þetta var ræða, sem menn minnast enn í Finnlandi; og rúm-
um áratug siðar syrti verulega í álinn fyrir Finnlandi, og
þjóðin lenti í harðri raun. Þá gekk hann fram fyrir skjöldu
í dagblöðunum og var óþreytandi að tala máli Finna. Árið
1903, er hann hafði ort hið glæsilega kvæði, Við móttöku
siSustu póstsendingar frá Finniandi, ákvað hópur af land-
flótta Finnum i Stokkhólmi að takast ferð á hendur til Nor-
egs og færa honum þakkarávarp fyrir hönd þjóðarinnar.
Hann var einmitt á ferð í Kristjaníu, og þeir hittu hann í
gistihúsi. Fundum bar saman í homi á forsal gistihússins,
Og formaður finnsku nefndarinnar dró upp ávarpið til að
hefja lesturinn. Björnson vissi ekki vel, hvaðan á sig stóð
veðrið, og tók fram í: „Hvað er um að vera?“ Þeir skýrðu
honum frá því. Við sjáum fyrir okkur formfestu hans, þegar
hann greip fram í: „Leyfið mér fyrst að skipta um föt.“ Hann