Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1967, Page 89

Skírnir - 01.01.1967, Page 89
Skírnir Björnstjeme Bjömson og Norðurlönd 87 breiðslu í Finnlandi og voru svo heimaleg, að Finnar báru fram þá kenningu, að það hlyti að stafa frá finnska blóðinu í æðum Björnsons — í móðurætt hans voru reyndar forfeður, sem virtust runnir frá Finnlandi. Um stund vildi Björnson ekki styðja sjálfstæðisbaráttu Finna, því að hann var nógu auðtrúa til að treysta friðarvilja Nikulásar keisara. Takmark- ið var samt sem áður Ijóst — Finnland varð að snúa aftur í hóp Norðurlanda. f Rómaborg og París eignaðist hann finnska vini, einkum myndhöggvarann Walter Runeberg, son skáldsins, og hann fræddist meir um finnskar aðstæður. Þá skýrðist afstaða hans til sjálfstæðisbaráttunnar, og þegar hann fór til Finnlands 1888 í fyrirlestraferð, var hann hvarvetna hylltur, svo að eindæmum sætti. Hann virtist í augum Finnanna persónu- gerving sjálfrar frelsishugsjónarinnar. Hæfileiki hans til að finna orðum sínum stað, kom skýrt í ljós, þegar hann var hylltur af þúsundum manna í Flelsingfors, og stúdentarnir ruddu sér braut í gegnum mannþröngina með hvítu húfurn- ar sínar til að syngja norska þjóðsönginn, og hann sagði í þakkarræðu sinni, að „þessi hvíta rák, sem hann sá liðast gegnum svart mannhafið, skyldi vera ljósgeisli í því myrkri, sem kynni að mæta hinni finnsku feðrajörð á ókominni tíð.“ Þetta var ræða, sem menn minnast enn í Finnlandi; og rúm- um áratug siðar syrti verulega í álinn fyrir Finnlandi, og þjóðin lenti í harðri raun. Þá gekk hann fram fyrir skjöldu í dagblöðunum og var óþreytandi að tala máli Finna. Árið 1903, er hann hafði ort hið glæsilega kvæði, Við móttöku siSustu póstsendingar frá Finniandi, ákvað hópur af land- flótta Finnum i Stokkhólmi að takast ferð á hendur til Nor- egs og færa honum þakkarávarp fyrir hönd þjóðarinnar. Hann var einmitt á ferð í Kristjaníu, og þeir hittu hann í gistihúsi. Fundum bar saman í homi á forsal gistihússins, Og formaður finnsku nefndarinnar dró upp ávarpið til að hefja lesturinn. Björnson vissi ekki vel, hvaðan á sig stóð veðrið, og tók fram í: „Hvað er um að vera?“ Þeir skýrðu honum frá því. Við sjáum fyrir okkur formfestu hans, þegar hann greip fram í: „Leyfið mér fyrst að skipta um föt.“ Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.