Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 16
14
Elias Bredsdorff
Skírnir
H. C. Andersen náði sér í vagn og ók undir eins frá Rams-
gate til Broadstairs, og hann naut í ríkum mæli dvalar sinn-
ar hjá Dickens. Um kvöldið fór hann aftur til Ramsgate, og
morguninn eftir, þegar hann kom út á skipabrúna í Ramsgate
til að stíga á skipsfjöl, stóð Dickens þar til að kveðja hann
lokakveðju. „Hann hafði gengið frá Broadstairs til þess að
kveðja mig. Hann var á grænum skozkum kjól og í marg-
litri skyrtu, framúrskarandi enskur á að sjá; hann var síðasti
maður, sem tók í hönd mína i Englandi, lofaði að skrifa,
þegar hann fengi bréf frá mér, og segja mér, hvernig allt
gengi í Englandi,“ skrifaði Andersen í dagbók sína hinn 31.
ágúst. „Þegar skipið skreið út úr höfninni, sá ég Dickens á
fremstu nöf. Ég hélt, að hann væri fyrir löngu farinn, en
hann veifaði hattinum, og að lokum lyfti hann annarri hend-
inni og benti til himins; skyldi það hafa átt að merkja: Við
sjáumst ekki aftur fyrr en þarna uppi!“
Þegar H. C. Andersen kom aftur til Danmerkur, skrifaði
hann fimm nýjar sögur, „Historien om en Moder“, „Den
lykkelige Familie“, „Vanddraaben“, „Det gamle Huus“ og
„Flipperne“, og í nóvember 1847 skrifaði hann útgefanda
sínum í Englandi, að hann vildi, að þessi fimm ævintýri
kæmu út í bókarformi á ensku, áður en þær birtust á dönsku.
Þessi bók hlaut heitið „Jólakveðja til enskra vina minna“, og
henni fylgdi tileinkunn til Charles Dickens, þar sem meðal
annars segir svo: „Ég finn hjá mér löngun, þrá, til þess að
gróðursetja í Englandi fyrsta sprotann í skáldgarði mínum,
svo sem jólakveðju. Og ég sendi yður hana, kæri göfgi Char-
les Dickens, sem voruð mér áður hugfólginn af verkum yðar,
en hafið nú, siðan við kynntumst, tekið yður samastað í hjarta
mínu að eilífu. — Hönd yðar var sú síðasta, sem þrýsti mína
á strönd Englands. Það voruð þér, sem síðastur veifuðuð mér
í kveðju skyni frá landi. Því er það eðlilegt, að ég sendi yður
nú frá Danmörku fyrstu kveðju mína, eins innilega og unnt
er að flytja af heilu hjarta.“
f janúar 1848 skrifaði Dickens þakkarbréf til H. C. Ander-
sens, og þar stendur meðal annars: „Þúsund þakkir, kæri
Andersen, fyrir að minnast mín svo vingjarnlega í jólabók