Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 24
22
Elias Bredsdorff
Skírnir
fór til London, lenti hann í hreinasta öngþveiti innan um
vagna og sherry, og úr því virtist hann ekki losna, fyrr en
hann var kominn hingað aftur. Hann klippti pappír í alls
konar munstur og tíndi undarlegustu blómvendi í skógunum.
Hrognamál hans var makalaust. 1 frönsku eða ítölsku var
hann eins og álfur út úr hól, í ensku eins og daufdumbra-
stofnun. Elztu drengir mínir sverja sig upp á, að ekkert mann-
legt eyra mundi þekkja þýzkuna hans, og konan, sem þýðir
verk hans, lýsir yfir því, að hann kunni ekki að tala dönsku!
— Einu sinni kom hann heim til Tavistock House og þjáðist
að því er virtist af líkþornum, sem höfðu vaxið sig stór á
tveimur klukkustundum. Það kom í ljós, að ekill hafði kom-
ið með hann heim frá City eftir ófullgerðri leið gegnum
Clerkenwell. Hann trúði því statt og stöðugt, að ekillinn hefði
rán og morð í huga, svo að hann stakk úrinu sínu og pen-
ingunum niður í stígvélin sín — ásamt járnbrautaráætlun,
vasabók, skærum, pennahnif, einni eða tveimur hókum,
nokkrum kynningarbréfum og ýmsum öðrum smátíningi af
reytum sínum. — Þetta er nú það, sem ég hef frá að segja.
Hann fékk talsvert mörg hréf, en týndi — að ég held — enn
fleirum. Oftast nær var hann gjörsamlega ringlaður, og al-
mennt viðhorf hans virtist vera, að allt mundi lagast n
morgun.íí
Til eru vitnisburðir barna Dickens um álit fjölskyldunnar
á H. C. Andersen. Sir Henry Dickens kallar Andersen „elsku-
legan en dálítið óvenjulegan og einkennilegan persónuleika“,
og hann lýsir honum svo, að hann hafi verið „engan veginn
viðkunnanlegur i háttalagi yfirleitt, því að alltaf var hann
að gera eitthvað alveg óafvitandi, svo að það varð næstum
því að kalla hann „óheflaðan“: Þetta keyrði raunar svo úr
hófi, að mér er ekki grunlaust um, að litlu drengirnir í fjöl-
skyldunni hafi hlegið að honum á bak. En annars sýndi fjöl-
skyldan honum fyllstu tillitssemi og kurteisi.“
Dóttir Dickens, frú Kate Perugini, lýsti H. C. Andersen
stutt og laggott — og mjög óvinsamlega — með þessum orðum:
„Hann var drepleiðinlegur — og dvaldist lengur og lengur.“
Og hún sagði frá því, að þegar Andersen var farinn, stóðst