Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 26
24
Elias Bredsdorff
Skímir
Andersens, sem ekki er um að villast í bókum hans, kom
sjaldnar fram í samskiptum við aðra og naut sín vitanlega
engan veginn á framandi tungumáli. Andersen var svo mik-
ill hughrifamaður, að hann hlaut oft að virðast tilfinninga-
samur. Að sjá hann gráta út af óvinsamlegum ritdómi í viku-
blaði hlýtur að hafa verið ókarlmannlegt og ósamboðið í aug-
um Dickens, sem var dæmigerður Englendingur og skeytti
ekki hætishót um ritdóma. Andersen elskaði og dáði Dickens
enn meira en áður, þegar hann fór frá Englandi. Tilfinn-
ingar Dickens, sem reyndar voru kaldari fyrirfram en ætla
mætti af bréfunum til Andersens, höfðu kólnað enn meira,
þegar gesturinn hélt á brott eftir fimm langar vikur.
Eitt verður þó að segja Dickens til óskoraðs hróss. Það sést
greinilega í dagbók Andersens, að hann varð aldrei var við
hina minnstu vanstillingu af hálfu Dickens — síður en svo!
Þegar illa lá á Andersen og honum fannst hann settur hjá
eða vanræktur, eða þegar honum lá við örvæntingu út af
óvinsamlegum ritdómi, var Dickens sá eini, sem gat fært
honum gleði sína aftur. Þegar Andersen var einn með fjöl-
skyldunni á Gad’s Hill, átti hann til að ergja sig og finnast
hann vera útskúfaður og sæta óvinsemd. En undir eins og
Dickens birtist, skein sólin aftur í heiði. Þrátt fyrir annir sín-
ar og umsvif var Dickens framúrskarandi og innilegur gest-
gjafi, að minnsta kosti á yfirborðinu, og lét gestinn aldrei
verða þess varan, að hann væri til baga.
*
Hinn l.ágúst 1857 skrifaði H. C. Andersen langt bréf til
Dickens, þar sem hann lætur í ljós innilegt þakklæti sitt:
„Þessi heimsókn mín til Englands, dvölin hjá yður, er sól-
skinsblettur í lífi mínu; þess vegna tafði ég svo lengi, þess
vegna féll mér svo þungt að kveðja . . . Ég skildi á hverju
andartaki, að þér voruð mér góður, að þér vilduð gjarnan
hafa mig hjá yður og væruð vinur minn . .. Eg skil, að það
hefur alls ekki getað verið svo þægilegt að hafa vikum saman
fugl eins og mig, sem talaði ensku eins illa og ég geri, ná-
unga, sem virtist dottinn ofan úr skýjunum. En hve lítið var