Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 41
Skirnir Islenzkir nafnsiðir og þróun íslenzka nafnaforðans
39
son, heldur kennt sig til föður. T Lögum um mannanöfn (nr.
54, 27. júní 1925) segir m. a. svo: „Þeir íslenzkir þegnar og
börn þeirra, sem nú bera ættarnöfn, sem upp eru tekin síðan
lög nr. 41, 1913, komu í gildi, mega halda þeim alla ævi.“
I þessu virðist felast, að börn manna, sem tekið hafa upp
ættarnöfn eftir l.jan. 1915, en ákvæðið gekk þá í gildi, og
fædd eru eftir 27. júní 1925, megi elcki bera ættarnöfn föður
sins, og sömuleiðis, að barnabörn þessara manna megi það
ekki heldur. Ég hefi ekki haft tækifæri til að rannsaka, hvern-
ig þetta ákvæði hefir verið haldið, en ef álykta má af ann-
arri framkva'md nafnalaganna, er trúlegt, að ])að hafi svo til
eða algerlega verið virt að vettugi. En á þessu stigi málsins
skal ekkert um það fullyrt.
Ekki er hægt að slciljast svo við eftirnöfn barna, að ekki sé
að því vikið, hvernig háttað er eftimöfnum ófeðraðra barna.
Samkvæmt Lögum um mcSferö einkamála í héráSi, nr. 85,
23. júní 1936, ber lækni eða ljósmóður, sem tekur á móti
barni, að spyrja móður um faðemi barnsins (gr. 214). Ilins
vegar er ekki fram tekið, að móðurinni beri að svara spurn-
ingunni. Af því leiðir, að móðir getur haldið faðerni barns
síns leyndu án þess að þurfa að svara til saka. Samkvæmt
áður nefndum Lögum um mannanöfn, 1. gr., skal hver mað-
ur kenna sig til föður, móður eða kjörföður. Ef höfð eru í
huga ákvæði beggja fyrr greindra laga, ættu tveir kostir að
vera fyrir hendi: aS harnið kenni sig e8a sé kennt til móður
eöa aS þaS kenni sig éSa sé kennt til kjörföSur, ef þaS hefir
veriS ættleitt.
Við skulum fyrst athuga fyrri kostinn, sem í flestum til-
vikum er hinn eini löglegi. Ég hefi heyrt dæmi þess, að ófeðr-
uð börn hafi verið kennd til móður. Björn Sigfússon háskóla-
bókavörður segir mér, að það hafi tiðkazt í Þingeyjarsýslum
í uppvexti hans og hefir nefnt mér dæmi þess, m. a. minnt-
ist hann stúlku, sem kölluð var Helgudóttir. Bjartmar Guð-
mundsson alþingismaður minnist líka þessa siðar, en telur,
að slík móðurnöfn hafi ekki verið notuð, eftir að fólk varð
fullorðið. Hann telur þennan sið nú niður lagðan norður þar
og upp hafi verið tekin önnur aðferð, sem ég vík að síðar.