Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 22

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 22
22 Gunnlaugur Sigurðsson og Kristján Kristjánsson orsaka og afleiðinga milli löngunarinnar til að kunna þýsku og þeirrar athafnar að gera þýskustíla. Gallinn er þó sá að merkingartengsl eru í eðli sínu gagn- ólík orsakatengslum svo að þau þarfnast nokkurs konar umritunar til að geta orðið jafngildi þeirra síðarnefndu. Slík umritun virðist einfalt mál í okkar dæmi; ungling- urinn gerir þýskustíla af löngun sinni til að kunna þýsku eða hann gerir þá ekki þrátt fyrir þá löngun sína. Hann annaðhvort álítur sig læra eða álítur sig ekki læra næga þýsku með því að gera þýskustíla. Að kunna þýsku og gera þýskustíla tengist hér merkingartengslum og þess vegna er hægt að hugsa sér að það sem gerist fyrst – gera þýskustíla – geti verið afleiðing þess sem gerist síðar – kunna þýsku. Ef við værum bundin orsakatengslum í náttúru- legri atburðarás þá myndum við einungis geta spurt hvort þýskustílarnir leiddu til þýskukunnáttu, dygðu til náms í þýsku. Hvort í þeim væri námsvæn þýska yfir- höfuð! Löngunin til að kunna þýsku er hlekk- urinn sem virðist geta tengt orsök og af- leiðingu í öfuga tímaröð. Þessi „hlekkur“ er hins vegar sjálfstæður áhrifsþáttur og upphaf nýrrar atburðarásar. Unglingurinn álítur sig munu eða munu ekki læra þýsku af þýskustílum, með „réttu“ eða „röngu“, og fyrir því liggja ekki aðeins persónulegar ástæður hans andspænis því sem þýsku- stíllinn væri í reynd sem námsleið í þýsku, heldur það sem þýskustíllinn er honum sem hlutstæður merkingarlegur veruleiki. „Hlekkurinn“ í merkingarlegri atburðarás er því myndaður af unglingi sem langar að kunna þýsku en hefur sínar ástæður til að gera þýskustíl eða gera hann ekki til að læra þá sömu þýsku. Þær ástæður ráðast ekki einfaldlega af þessari löngun hans og einhvers konar auðmælanlegu (á sjö stiga kvarða!) raunmati hans á gagnsemi þýsku- stíla almennt við að svala þeirri löngun heldur á stöðu þessara tilteknu þýskustíla í merkingarheimi hans, því sem þeir „eru“ honum í þeim regluleik sem hann telur sig, með réttu eða röngu, fylgja. Aðferðafræði sem orðið hefur til við rannsóknir á tengslum orsaka og afleiðinga í náttúrulegum veruleika andstætt merk- ingartengslum í mannlegum veruleika á tveggja kosta völ í rannsóknum á „hvöt til náms“: Að taka merkinguna í rannsóknar- efninu ekki til greina (en eiga þá á hættu að skila merkingarlausum niðurstöðum) eða að fella merkinguna inn í röð orsaka og af- leiðinga (sjá t.d. Wigfield og Guthrie, 1997; Zimmerman, 2008). Unglinginn langar að kunna þýsku en gerir ekki þýskustíla. Hvað segir það okkur? Út af fyrir sig ekki neitt. Þá er að grípa til skýringa á þessari staðreynd: Þýskustílarnir gagnast honum ekki til að læra þýsku og þar af leiðandi gerir hann ekki þýskustíla. En gagnsleysi þýskustílanna verður því aðeins orsök í þessari atburðarás að unglingurinn túlki þá sem hlutfallslega gagnslitla miðað við einhverja aðra mögulega athöfn. Þar með eru orsakatengslin á milli löngunar ung- lingsins til að læra þýsku og skila hans á þýskustílunum rofin af þeirri merkingu sem þeir hafa fyrir honum. Hún hlýtur því að verða sjálfstætt rannsóknarefni. Við getum okkur þess til að ef Witt- genstein eða Winch ættu að vinna slíkt verkefni myndu þeir minna okkur á að þýðingarmesta eðli merkingar í samhengi námshvatar sé að vera hlutstætt, félagslegt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.