Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 27
27
Rauntengsl eða merkingartengsl?
en sem (a) beitingu raunvísindalegra að-
ferða á samfélagsleg fyrirbæri eða (b) sem
hátimbraða kenningasmíð um Samfélagið
með stóru S-i.
Þar sem merking er félagslegt fyrirbæri
þurfa allar rannsóknir á merkingu ein-
stakra hugtaka að taka tillit til hins stærra
félagslega og menningarlega samhengis.
Í því tilliti hefur mikið verið rætt og ritað
á síðustu áratugum um fjölbreytileika
þeirra gilda og viðmiða sem móta breytni
einstaklinga í „síðnútíma“ (t.d. Giddens,
1991). Hlutverk og staða og ríkjandi menn-
ing nægja ekki til að setja breytni nútíma-
mannsins fastar viðmiðanir heldur dregur
hver manneskja ályktanir um hvað gera
skuli út frá sundurleitum þáttum í sam-
félaginu og þeim margbreytilegu ábend-
ingum sem þeir fela í sér. Spurningin sem
þetta vekur er sú að hvaða marki þessara
eða annarra samfélagseinkenna gæti í
stöðu námsins í merkingarheimi nemenda
á Íslandi í dag: hvort námið sé sá lykil-
þáttur í tilveru þeirra að árangur í því sé
forsenda þess að árangur í öðru hafi gildi –
eða hvort námið sé þvert á móti afmarkað
viðfangsefni, merkingarlega og skipulags-
lega.
Annað einkenni nútímasamfélags Vest-
ur landa er, að mati félagsfræðinganna
frönsku Dubet og Martucelli (1996), að
einstak lingurinn heldur ákveðinni hug-
lægri fjarlægð andspænis því félagslega
samhengi sem hann tilheyrir. Hann er
aldrei óskiptur í athöfn sinni, í ríkjandi
menningu né hagsmunum sínum, heldur
stendur hann ætíð frammi fyrir fjölbreyti-
leika félagslegra aðstæðna – vali milli mis-
munandi málleikja, með orðalagi Wittgen-
steins. Á sama hátt og hann dregur álykt-
anir af þeim um breytni sína þá er hann
líka, sem aldrei fyrr, smiður sinnar eigin
reynslu úr fjölbreytileika tilveru sinnar.
(Athyglisvert er að þessi greining er sett
fram fyrir tíma þeirrar net- og fésbókar-
væðingar sem margir virðast álíta að hafi
splundrað merkingarheimi ungmenna
nútímans enn frekar.) Þetta gæti jafngilt
spurningunni að hvaða marki námið og
skólinn í víðara samhengi sé nemendum
þó enn slík sameinandi reynsla að vera
mótandi um sameiginlegan málleik sem
þeir tilheyri – eða hvort nemendur, þvert á
móti, lifi námi sínu og skóla í mismunandi
„merkingarheimum“.
Að leiðarlokum viljum við segja þetta:
Við teljum okkur hafa fært rök að því hér
að framan að merkingarleg aðferðafræði
í anda Wittgensteins og Winch sé líklegri
til að varpa ljósi á viðfangsefnið í dokt-
orsverkefni fyrri höfundar en viðteknar
eigindlegar og megindlegar aðferðir.
Að breyttu breytanda mætti yfirfæra þá
rökfærslu á ýmis önnur rannsóknarefni
skylds eðlis. Nánar tiltekið lítum við svo
á að með undangenginni athugun á þekk-
ingarfræðilegum forsendum rannsóknar-
efnisins mega búa í haginn fyrir tiltölulega
opið rannsóknarferli sem hefði reynslu- og
merkingarbundinn vitnisburð nemenda
að viðfangsefni. Með því að setja rann-
sóknarefnið eindregið undir sjónarhorn
nemendanna og greina undir því sjónar-
horni hvernig huglægni þeirra gagnvart
náminu verður þeim hlutstæð merking
þess – í félagslegu og menningarlegu sam-
hengi tilveru þeirra – skerpist fókusinn á
margri þeirri kenningasmíð sem reifuð
hefur verið hér að framan á sviði sálfræði,
félagsfræði og menntunarfræði.