Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 27

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 27
27 Rauntengsl eða merkingartengsl? en sem (a) beitingu raunvísindalegra að- ferða á samfélagsleg fyrirbæri eða (b) sem hátimbraða kenningasmíð um Samfélagið með stóru S-i. Þar sem merking er félagslegt fyrirbæri þurfa allar rannsóknir á merkingu ein- stakra hugtaka að taka tillit til hins stærra félagslega og menningarlega samhengis. Í því tilliti hefur mikið verið rætt og ritað á síðustu áratugum um fjölbreytileika þeirra gilda og viðmiða sem móta breytni einstaklinga í „síðnútíma“ (t.d. Giddens, 1991). Hlutverk og staða og ríkjandi menn- ing nægja ekki til að setja breytni nútíma- mannsins fastar viðmiðanir heldur dregur hver manneskja ályktanir um hvað gera skuli út frá sundurleitum þáttum í sam- félaginu og þeim margbreytilegu ábend- ingum sem þeir fela í sér. Spurningin sem þetta vekur er sú að hvaða marki þessara eða annarra samfélagseinkenna gæti í stöðu námsins í merkingarheimi nemenda á Íslandi í dag: hvort námið sé sá lykil- þáttur í tilveru þeirra að árangur í því sé forsenda þess að árangur í öðru hafi gildi – eða hvort námið sé þvert á móti afmarkað viðfangsefni, merkingarlega og skipulags- lega. Annað einkenni nútímasamfélags Vest- ur landa er, að mati félagsfræðinganna frönsku Dubet og Martucelli (1996), að einstak lingurinn heldur ákveðinni hug- lægri fjarlægð andspænis því félagslega samhengi sem hann tilheyrir. Hann er aldrei óskiptur í athöfn sinni, í ríkjandi menningu né hagsmunum sínum, heldur stendur hann ætíð frammi fyrir fjölbreyti- leika félagslegra aðstæðna – vali milli mis- munandi málleikja, með orðalagi Wittgen- steins. Á sama hátt og hann dregur álykt- anir af þeim um breytni sína þá er hann líka, sem aldrei fyrr, smiður sinnar eigin reynslu úr fjölbreytileika tilveru sinnar. (Athyglisvert er að þessi greining er sett fram fyrir tíma þeirrar net- og fésbókar- væðingar sem margir virðast álíta að hafi splundrað merkingarheimi ungmenna nútímans enn frekar.) Þetta gæti jafngilt spurningunni að hvaða marki námið og skólinn í víðara samhengi sé nemendum þó enn slík sameinandi reynsla að vera mótandi um sameiginlegan málleik sem þeir tilheyri – eða hvort nemendur, þvert á móti, lifi námi sínu og skóla í mismunandi „merkingarheimum“. Að leiðarlokum viljum við segja þetta: Við teljum okkur hafa fært rök að því hér að framan að merkingarleg aðferðafræði í anda Wittgensteins og Winch sé líklegri til að varpa ljósi á viðfangsefnið í dokt- orsverkefni fyrri höfundar en viðteknar eigindlegar og megindlegar aðferðir. Að breyttu breytanda mætti yfirfæra þá rökfærslu á ýmis önnur rannsóknarefni skylds eðlis. Nánar tiltekið lítum við svo á að með undangenginni athugun á þekk- ingarfræðilegum forsendum rannsóknar- efnisins mega búa í haginn fyrir tiltölulega opið rannsóknarferli sem hefði reynslu- og merkingarbundinn vitnisburð nemenda að viðfangsefni. Með því að setja rann- sóknarefnið eindregið undir sjónarhorn nemendanna og greina undir því sjónar- horni hvernig huglægni þeirra gagnvart náminu verður þeim hlutstæð merking þess – í félagslegu og menningarlegu sam- hengi tilveru þeirra – skerpist fókusinn á margri þeirri kenningasmíð sem reifuð hefur verið hér að framan á sviði sálfræði, félagsfræði og menntunarfræði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.