Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 104

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 104
104 Er hún öðruvísi heldur en hitt sem þið gerið í leik- skólanum? Eva: Það er öðruvísi og ég held að ég viti af hverju að við gerum hana. R: Já. Eva: Ég held – út af því að þá þurfum við ekki að læra allt í skólanum. Ég læri líka heimavinnu og svona. Þegar börnin voru spurð nánar út í hvernig þessar stundir færu fram og hvað væri gert lýstu mörg þeirra verkefnavinnu við borð. • Leó sagði: „Við vorum að leysa svona, gera svona þrautir. Strika svona, síðan átti að lita það.“ • Bryndís sagði: „Þá átti maður að teikna eitthvað með blýanti á blað og svo þegar að við vorum búin að öllu þá máttum við lita.“ • Janus sagði: „Það er svona að gera svona krossa og eitthvað.“ Í báðum leikskólunum var komin hefð á heimsóknir leikskólabarnanna í grunn- skólann í hverfinu. Á síðasta ári barnanna í leikskólanum var farið í þrjár til fjórar heimsóknir þar sem þau fengu að kynn- ast skólastarfinu. Auk þess höfðu þau haft afnot af íþróttahúsi og bókasafni grunn- skólans yfir veturinn. Í báðum leikskól- unum komu börn úr fyrsta bekk grunn- skólans í heimsókn og rifjuðu upp hvernig var í leikskólanum og sögðu frá grunn- skólanum. Í öðrum leikskólanum höfðu börnin farið í tónlistartíma og valtíma í síðustu heimsókn í grunnskólann sem tókst greinilega vel að mati Fjólu, eins og fram kemur í eftirfarandi dæmi. Önnur börn höfðu svipaða sögu að segja. R: Hvað gerðuð þið þegar þið fóruð að skoða? Fjóla: Við erum stundum í íþróttatíma. Við feng- um að vera í vali með þeim. R: Já. Fjóla: Við fengum að leika okkur smá. Við fáum tónlistartíma og svona. R: Og var það gaman? Fjóla: Það er ótrúlega gaman. R: Og ertu spennt að fara að byrja í skólanum? Fjóla: Jahá. Erla var nokkuð hugsi eftir sína heim- sókn og velti fyrir sér reglum og agastjórn- un í grunnskólanum. Hún sagði: Erla: Ef maður er óþekkur ... R: Uhm. Erla: ... þá á maður að setjast á hendurnar. R: Í skólanum? Erla: Já. En ef maður gerir það ekki þá þarf maður að fara í jógastellingu og til kennarans. R: Hvernig veistu þetta? Erla: Við fórum í heimsókn með leikskólanum … Við vorum að skoða. Þegar við komum aftur til baka þá var hún að segja: „Sestu á hendurnar“ og hann gerði það, strákurinn, og þá varð hann að koma til hennar og settist svona. Samantekt og umræða Þó að flest börn á Íslandi hefji skólagöngu sína um tveggja ára aldur, þegar þau byrja í leikskóla, er upphaf grunnskólagöngu ennþá mikilvæg varða á skólagöngunni. Í þessari rannsókn var sjónum beint að þeim undirbúningi undir grunnskólagönguna sem fram fer í leikskólanum og væntingum barnanna til þess sem í vændum er. Gengið var út frá hugmyndum bernskurannsókna þar sem litið er á börn sem gerendur í eigin lífi með rétt til að hafa áhrif á eigin mál- efni. Því var leitast við að öðlast skilning á þessum þætti út frá sjónarhorni barnanna sjálfra. Tekin voru einstaklingsviðtöl við elstu börnin í tveimur leikskólum í Reykja- vík og gengið út frá ljósmyndum sem þau höfðu sjálf tekið í leikskólanum. Börnin fengu einnota myndavélar sem þau not- uðu til að taka myndir af leikskólastarfinu. Myndirnar voru framkallaðar og notaðar Jóhanna Einarsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.